Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Klósett­pappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni

Tveir leikir í Sambandsdeildinni hafa orðið fyrir töluverðum truflunum af völdum áhorfenda. Hlé var gert á leik Djurgården og Legia vegna blysa sem kastað var inn á völlinn og Christopher Nkunku, leikmaður Chelsea, átti erfitt með að taka hornspyrnu vegna klósettpappírskasts.

Fótbolti
Fréttamynd

Loks búið að ganga frá sölu Everton

Eftir rúmlega tveggja ára söluferli hefur Farhad Moshiri loks losnað undan eignarhaldi á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Bandaríkjamaðurinn Dan Friedkin hefur fest kaup á 99,5 prósenta hlut, sem talið er að hann greiði rúmar fjögur hundruð milljónir punda fyrir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ör­lög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa

Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissi hvað ég var að fara út í“

Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Lýsa þungum á­hyggjum af HM í Sádi-Arabíu

Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða.

Erlent