Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Isak utan vallar en þó í for­grunni

    Sænski framherjinn Alexander Isak mun engan þátt taka í leik kvöldsins milli Newcastle og Liverpool á St. James‘ Park en fáir hafa þó meiri áhrif á leikinn. Stuðningsmenn Newcastle eru sárir út í Svíann og má búast við rafmögnuðu andrúmslofti.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið

    Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fáni stuðnings­manna Palace til rann­sóknar

    Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Næst yngsti leik­maður í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

    Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall.

    Sport
    Fréttamynd

    Hjör­var fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni

    Það getur allt gerst í beinni útsendingu í DocZone hjá Hjörvari Hafliðasyni og félögum. Eftir að þeir höfðu fylgst með bekkpressukeppni á Kjarvalsstöðum kom Gummi Ben óvænt í heimsókn, með enn óvæntari glaðning. Áritaða treyju með kveðju frá David de Gea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rodri og Foden klárir í slaginn

    Pep Guardiola þjálfari Manchester City staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Rodri og Phil Foden væru klárir í slaginn gegn Tottenham á morgun en þeir misstu báðir af fyrsta leik tímabilsins um síðustu helgi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Viljum ekki leik­menn sem vilja ekki Spurs

    Thomas Frank, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki vilja fá leikmenn til liðsins sem ekki vilja koma. Tottenham horfði á eftir Eberechi Eze í hendur erkifjenda sinna og granna í Arsenal.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ófriðar­bál hjá For­est og stjórinn mögu­lega rekinn

    Þrátt fyrir gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta virðist mikið ósætti ríkja á milli eigandans og knattspyrnustjórans Nuno Espirito Santo. Sá síðarnefndi hellti bensíni á bálið á blaðamannafundi í dag og er jafnvel talið að hann verði rekinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Ég vil hundrað pró­sent sjá hann aftur í New­cast­le-treyju“

    Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september.

    Enski boltinn