

Enski boltinn
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Leikirnir

Spurs vann þrátt fyrir að lenda undir eftir hálfa mínútu
Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrjátíu sekúndur vann Tottenham Brentford, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Díaz með tvö og Liverpool tyllti sér á toppinn
Liverpool vann öruggan sigur á Bournemouth, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suður-Ameríkumennirnir Luis Díaz og Darwin Núnez sáu um markaskorun Rauða hersins.

Sjö KR-ingar heiðraðir á Anfield
Sjö leikmenn úr liði KR sem mætti Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða árið 1964 sneru aftur á Anfield, heimavöll enska liðsins, í dag. Þeir voru heiðraðir fyrir leik Liverpool við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Jackson í stuði þegar Chelsea fór létt með West Ham
Nicolas Jackson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Chelsea sigraði West Ham United örugglega, 0-3, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Endurkoma hjá Dagnýju
West Ham United tapaði illa fyrir Manchester United, 3-0, í 1. umferð ensku úrvalsdeildar kvenna í dag.

Pössuðu að leikmenn Fulham væru aldrei einar með Al Fayed
Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Fulham í fótbolta segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafana til að vernda leikmenn þess fyrir eigandanum Mohamed Al Fayed.

Segir að Rashford hafi tekið lífsstílinn í gegn
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Marcus Rashford sé kominn á beinu brautina eftir að hafa tekið til hjá sér utan vallar.

Ferguson saknar fótboltans
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og goðsögn í sögu félagsins sem og knattspyrnusögunnar, segist stundum sakna þess að starfa í kringum knattspyrnu.

Alisson tæpur fyrir leikinn gegn Bournemouth
Ekki er víst að markvörður Liverpool, Alisson, geti spilað með liðinu þegar það fær Bournemouth í heimsókn í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki vera sakaður um neinn sálfræðihernað (e. mind games) en segir að Arsenal sé sífellt að verða betra lið undir stjórn Mikels Arteta. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Alexander-Arnold reynir að kaupa Nantes
Enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold, sem leikur með Liverpool, freistar þess nú að kaupa franska úrvalsdeildarliðið Nantes.

Segir að Saliba og Gabriel séu besta miðvarðapar í Evrópu
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Arsenal-mennirnir William Saliba og Gabriel myndi besta miðvarðapar Evrópu.

Með tvær ferðatöskur af fíkniefnum
Knattspyrnumaðurinn Jay Emmanuel-Thomas, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var handtekinn og ákærður fyrir að flytja inn fíkniefni til Bretlands.

Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool
Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu.

Segir að hann myndi kýla netníðingana í nefið ef þeir stæðu fyrir framan hann
Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent netníðingunum sem hafa gert leikmanni hans, Brennan Johnson, lífið leitt tóninn.

Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards
Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla á ökkla.

Brighton og Tottenham áfram þökk sé mörkum undir lok leiks
Brighton & Hove Albion lagði Úlfana 3-2 í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Þá lagði Tottenham Hotspur B-deildarlið Coventry City 2-1 á útivelli en mörk gestanna komu bæði í blálok leiksins.

Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool á Englandi, er óviss um hvort hann láti sjá sig á tónleikum bresku hljómsveitarinnar Oasis í sumar. Sveitungi hans frá Liverpool, Jamie Carragher, býður honum þó með sér á leikana.

Ten Hag rólegur þrátt fyrir fullkomið kvöld
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir 7-0 stórsigur liðsins á Barnsley í enska deildabikarnum í gær.

Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar.

Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum
Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR.

Lið Stefáns skoraði úr sextán vítum
Fjöldi leikja í þriðju umferð enska deildarbikarsins fór fram í kvöld. Hákon Rafn og félagar í Brentford fóru örugglega áfram en Preston, lið Stefáns Teits Þórðarsonar, þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum.

Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu
Manchester United fór létt með C-deildarliðið Barnsley og vann 7-0 á Old Trafford í þriðju umferð enska deildarbikarsins.

Rodri hótar verkfalli ef ekkert lagast
Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir.

Ten Hag aðvarar Antony: „Verður að vinna sér inn réttinn til að spila“
Knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, segir að Antony verði að vinna fyrir því að fá tækifæri með liðinu.

Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“
Liverpool birtir í dag áður óséð myndband frá Reykjavík, frá fyrsta Evrópuleik sínum þegar liðið mætti KR og fagnaði 5-0 sigri. Liverpool byrjar nýja leiktíð í Meistaradeild Evrópu í kvöld með leik við AC Milan.

Alisson ósáttur við aukið leikjaálag: „Kannski skiptir skoðun okkar ekki máli“
Markvörður Liverpool, Alisson, segir að ekki sé hlustað á leikmenn vegna aukins leikjaálags.

Lárus Orri ekki enn búinn að fyrirgefa Graham Potter: „Hann var svolítið linur“
Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, var á N1-vellinum á Hlíðarenda í gær og fylgdist með leik Vals og KR í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson rifjaði af því tilefni upp kynni sín af Potter.

„Þú færð mikið borgað svo þú mátt ekki sýna tilfinningar“
Phil Jones, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að stríðnin sem hann varð fyrir meðan hann var að spila hafi haft mikil áhrif á hann.

Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham
Birmingham City vann Wrexham 3-1 í ensku C-deild karla í knattspyrnu.