Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Sir Alex er prestur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philip Mulryne lék einu sinni fyrir Manchester United en starfar nú sem kaþólskur prestur á Írlandi.
Philip Mulryne lék einu sinni fyrir Manchester United en starfar nú sem kaþólskur prestur á Írlandi. Getty/Liam McBurney

Það er líf eftir fótboltann og hjá sumum er það líf afar ólíkt því að hlaupa á eftir bolta.

Philip Mulryne er fyrrum leikmaður Manchester United. Hann var miðjumaður og lék sinn fyrsta leik fyrir knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson árið 1997.

Mulryne kom upp í gegnum unglingastarf United en fékk aðeins að spila einn leik fyrir United áður en hann fór til Norwich City. Leikurinn sem Mulryne spilaði var tapleikur á móti Ipswich í enska deildabikarnum.

Mulryne spilaði 161 leik á sex árum hjá Norwich en hann lagði síðan skóna á hilluna árið 2008 þá aðeins þrítugur.

Áruð 2009, þegar Mulryne var aðeins 31 árs gamall, þá hóf hann ferðalag sitt að því að verða kaþólskur prestur.

Hann komst að í kirkju á Norður Írlandi og stundaði jafnframt heimspekinám. Að lokum fékk hann síðan prestastöðu hjá St Mary's kirkjunni í Cork á Írlandi.

Lærisveinar Sir Alex eru margir og margskonar. Margir þeirra hafa farið út í þjálfun og enn fleiri starfa sem knattspyrnusérfræðingar. Þess vegna vekja afdrif Mulryne mikla athygli enda hefur hann heldur betur fyrir fundið sér nýtt líf eftir fótboltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×