Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Lovren líkir árangri Liverpool við góða máltíð

    Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikmenn Chelsea íhuga 10% launalækkun

    Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, hefur fyrir hönd leikmanna átt í viðræðum við forráðamenn félagsins um möguleikann á að leikmenn lækki tímabundið í launum vegna kórónuveirukrísunnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alisson verður klár í slaginn

    Brasilíski markvörðurinn Alisson missti af síðustu þremur leikjum Liverpool vegna meiðsla áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en lauk endurhæfingunni heima hjá sér.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lýsa Gylfa sem fílnum í herberginu

    Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki eiga heima í uppáhalds leikkerfi Carlo Ancelotti og er „fíllinn í herberginu“ hjá Everton, líkt og í stjórnartíð Marco Silva, að mati blaðamanna The Athletic.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kári rifjaði upp draumakvöld á Lundanum

    Kári Kristján Kristjánsson rifjaði meðal annars upp af hverju hann var eitt sinn á kassanum/bumbunni á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum árið 2005, í nýjasta innslaginu úr skúrnum sínum í Sportinu í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Enginn leik­maður ársins á Eng­landi?

    Það gæti farið sem svo að það verði ekki kosinn neinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni en enskir miðlar frá því að kosningin hefur verið stöðvuð vegna þess að enginn bolti er spilaður þessa stundina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard segir Liverpool-liðið skrímsli

    Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard hlakkar til að sjá þá rauðklæddu verða betri og betri með hverju árinu og segir liðið í ár andlega sterkara en leikmannahópurinn var þegar hann sjálfur spilaði með félaginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Karius er enn í sambandi við Klopp

    Loris Karius, markvörður Liverpool sem hefur verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas undanfarin tvö tímabil, segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauta sér en segist þó enn ræða við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

    Fótbolti