Nýtt gosop að myndast: Hraunið gæti mögulega runnið niður í Geldingadali Svo virðist sem nýtt gosop sé að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfjalli en það sést vel á vefmyndavélum. Of snemmt er að segja til um hvort um er að ræða nýjan gíg. Innlent 9. ágúst 2021 12:21
Kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar Varðskipið Þór hefur verið sent til þess að kanna hvort að eldgos sé hafið neðansjávar, vestur af Krísuvíkurbergi. Engin merki um eldgos sjást þó á mælum Veðurstofunnar. Innlent 7. ágúst 2021 21:39
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Innlent 6. ágúst 2021 15:22
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. Innlent 5. ágúst 2021 23:35
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. Innlent 5. ágúst 2021 14:41
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Innlent 4. ágúst 2021 11:34
Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. Innlent 29. júlí 2021 15:07
Tveir meiddust á ökkla og þurftu aðstoð heim af gosstöðvunum Tveir þurftu aðstoð björgunarsveita við gosstöðvarnar upp úr hádegi í dag eftir að hafa meiðst á ökkla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Innlent 27. júlí 2021 17:16
Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. Lífið 27. júlí 2021 15:04
Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Innlent 26. júlí 2021 11:29
Fundu gosfara í svartaþoku eftir tveggja tíma leit Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í morgun til leitar að tveimur einstaklingum við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Svartaþoka og rigning var á svæðinu en eftir um tveggja klukkustunda leit fannst fólkið. Innlent 24. júlí 2021 11:58
Lækna-Tómas gefur út göngu- og örnefnakort af Geldingadölum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur gefið út sérstakt kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum á svæðinu. Innlent 23. júlí 2021 06:50
Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Innlent 22. júlí 2021 22:58
Hraunyfirborðið hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum Hraunyfirborðið í Meradölum hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum. Þannig hafa um sex milljón rúmmetrar bæst við hraunið sem fyrir var í dölunum. Innlent 21. júlí 2021 15:59
Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Innlent 19. júlí 2021 14:10
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. Innlent 19. júlí 2021 10:52
Gosmóðan er komin aftur Nokkur gosmengun mælist nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Gosmóðan sem nú svífur yfir kemur ekki beint frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli heldur er um eldri gasmökk að ræða sem hefur verið fyrir utan landið. Innlent 18. júlí 2021 15:57
Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt. Innlent 18. júlí 2021 06:09
Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. Innlent 17. júlí 2021 23:06
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Innlent 17. júlí 2021 14:07
Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. Innlent 15. júlí 2021 11:12
Könnuðu virknina í gígnum með hjálp Landhelgisgæslunnar og dróna Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær drónamyndband sem tekið var á gosstöðvunum í Geldingadölum á laugardag. Innlent 13. júlí 2021 08:37
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Innlent 12. júlí 2021 22:56
Gosórói haldist nokkuð stöðugur síðustu daga Enn mælist mikill órói við gosstöðvarnar í Geldingadölum og hefur hann mælst nokkuð stöðugur síðustu daga. Innlent 12. júlí 2021 07:55
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. Innlent 11. júlí 2021 11:16
Með gosið í gangi heima í stofu Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. Innlent 10. júlí 2021 20:01
Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar. Innlent 10. júlí 2021 12:36
„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. Innlent 10. júlí 2021 12:08
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. Innlent 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. Innlent 8. júlí 2021 21:21
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent