

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna
Hæstiréttur hæfur dæmt Símann til að greiða fjögur hundruð milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna samkeppnislagabrota í tengslum við sölu á enska boltanum.

Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur
Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi.

Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar
Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins.

Leggjast aftur yfir myndefnið
Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur.

Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur.

Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli
Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar.

Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja
Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja.

Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn
Héraðsdómur telur konu ekki hafa gerst seka um líkamsárás með því að fá erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar.

Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn
Móðir hefur verið sýknuð af ákæru fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi með því að hafa látið umskera sautján mánaða gamlan son sinn. Sonurinn endaði á sjúkrahúsi eftir umskurðinn.

Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir
Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti.

„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu
Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða.

„Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“
Nímenningarnir sem stefna íslenskra ríkinu vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar segja af og frá að mótmælendur hafi skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða.

Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað
Maður á fimmtugsaldri sem varð fyrir stunguárás á heimili sínu í Kópavogi á sunnudagsmorgni árið 2022 segist hafa óttast um son sinn sem var í næsta herbergi á meðan árásin átti sér stað. Sonurinn hefði ekki ráðið við árásarmanninn.

Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð
Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman
Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm.

Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur
Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði.

Refsing Dagbjartar þyngd verulega
Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi.

Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman
Ummæli konu um mann, sem hún sagði hafa nauðgað bróður hennar, í Instagramskilaboðum til unnustu hans hafa verið dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á að manninum hefði tekist að sanna að nokkuð samhljóma nafnlaus ummæli í Facebook-hópi þolenda ofbeldis hefðu verið eftir konuna.

Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála
Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband.

Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands
Úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli móður og ungrar dóttur hennar hefur verið felldur úr gildi af Héraðsdómi Reykjavíkur. Í úrskurðinum hafði verið ákveðið að umsóknir mæðgnanna myndu ekki fá efnismeðferð um alþjóðlega vernd hér á landi.

Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás
Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin.

Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar
Landsréttur hefur veitt Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi sem var dæmdur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, leyfi til að áfrýja dómnum. Steinu var ekki gerð refsing fyrir manndráp af gáleysi.

Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli.

Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi
Karlmaður hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að leggja hendur á tvo lögreglumenn í landgangi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn
Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor.

Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar
Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað.

Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi
Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu.

„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis
Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi.

„Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“
„Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna.