

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.
Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu, og leggur fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeim grundvelli að ákæran væri ónákvæm.
Málflutningur í fjársvikamáli bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism í Hæstarétti fer fram 19. febrúar. Skylt var að veita þeim áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sýknudómi þeirra í héraði var snúið við í Landsrétti.
Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann.
Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega.
Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra.
Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota.
Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.
Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans.
Allir sakborningar í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar hér á landi neita sök. Einn þeirra ber fyrir sig skort á sakhæfi, sem er harla óalgengt í fíkniefnabrotamálum.
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi.
Sverrir Þór Gunnarsson og Snorri Guðmundsson, sem voru í dag sakfelldir fyrir stórfelld tollalagabrot, þurfa hvor um sig að greiða 1,1 milljarð króna í sekt til ríkissjóðs. Ef þessi sekt verður ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins skulu þeir sæta fangelsi í 360 daga.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.
Snorri Guðmundsson rafrettukóngur og Sverrir Þór Gunnarsson eigandi söluturnsins Drekans hafa verið dæmdir í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða ríkissjóði hvor um sig 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot.
Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett drög að reglugerð um endurskoðun á vöruúrvali, innkaupum og dreifingu ÁTVR á áfengi, í samráðsgátt.
Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi.
Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki fyrir svokallað minningargreinamál. Í byrjun nóvember staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms þar sem Reyni Traustasyni og félaginu Sólartúni, útgefanda Mannlífs, var gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir vegna endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, sem og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um.
Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021.
Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.
Svokallaður „skutlari“ hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í bifreið sinni. Aðstandandi stúlkunnar tók hann kyrkingartaki í kjölfarið og hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sá var nýverið dæmdur í áralangt fangelsi fyrir aðkomu að Sólheimajökulsmálinu svokallaða.
Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað.
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Íslenskrar erfðagreiningar á hendur Persónuvernd. Persónuvernd var sýknuð í Landsrétti af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands.
Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir rangar sakargiftir. Hann tilkynnti lögreglu að bróðir hans hefði framið svívirðileg kynferðisbrot gegn eigin dætrum. Vitni sem lögregla ræddi við í tengslum við hin meintu brot bentu strax á manninn sem líklegasta tilkynnandann. Maðurinn sagði hins vegar að dularfullur maður hefði fengið síma hans lánaðan og hringt á lögreglu.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku.
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Val Davíðssyni, Ólafsfirðingi á fertugsaldri. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Hæstiréttur klofnaði í málinu og tveir dómarar réttarins töldu að ómerkja ætti dóm Landsréttar
Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum.
Maður sem er grunaður um stunguárás í Grafarvogi í október síðastliðnum sagði við lögreglumenn, eftir að hann hafði verið handtekinn og verið var að flytja hann á lögreglustöð, að hann hafi verið að „verja sig gegn ranghugmyndum“.
Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna.
Lykilsönnunargagn í stórfelldu fíknefnamáli er myndefni úr leynilegri upptöku lögreglu. Þetta myndefni var sýnt í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir vörslu mikils magns MDMA sem er samanlagt talið hljóða upp á 25 þúsund neysluskammta.