„Réttlæti er svakalega dýrt“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Innlent 11. febrúar 2025 19:00
„Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Innlent 11. febrúar 2025 14:38
Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri sem var sakfelldur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans af gáleysi hefur óskað eftir leyfi til þess að áfrýja dómnum til Landsréttar. Konunni var ekki gerð refsing fyrir brotið. Innlent 11. febrúar 2025 11:37
Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Innlent 11. febrúar 2025 11:10
Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. Innlent 11. febrúar 2025 10:58
Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. Innlent 10. febrúar 2025 17:11
Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir. Innlent 10. febrúar 2025 15:31
Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. Innlent 10. febrúar 2025 14:49
Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. Innlent 10. febrúar 2025 14:32
Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. Innlent 10. febrúar 2025 13:39
Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. Innlent 10. febrúar 2025 11:42
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Innlent 10. febrúar 2025 10:41
Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. Innlent 10. febrúar 2025 10:16
Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. Innlent 10. febrúar 2025 09:37
Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu, og leggur fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeim grundvelli að ákæran væri ónákvæm. Innlent 7. febrúar 2025 23:47
Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Málflutningur í fjársvikamáli bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism í Hæstarétti fer fram 19. febrúar. Skylt var að veita þeim áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sýknudómi þeirra í héraði var snúið við í Landsrétti. Innlent 7. febrúar 2025 15:55
Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann. Innlent 6. febrúar 2025 23:30
Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega. Viðskipti innlent 6. febrúar 2025 17:15
Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Innlent 6. febrúar 2025 15:15
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. Innlent 6. febrúar 2025 15:10
Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 5. febrúar 2025 21:29
Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. Innlent 5. febrúar 2025 16:07
Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Allir sakborningar í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar hér á landi neita sök. Einn þeirra ber fyrir sig skort á sakhæfi, sem er harla óalgengt í fíkniefnabrotamálum. Innlent 5. febrúar 2025 10:46
Fær að dúsa inni í mánuð til Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Innlent 4. febrúar 2025 10:59
Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sverrir Þór Gunnarsson og Snorri Guðmundsson, sem voru í dag sakfelldir fyrir stórfelld tollalagabrot, þurfa hvor um sig að greiða 1,1 milljarð króna í sekt til ríkissjóðs. Ef þessi sekt verður ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins skulu þeir sæta fangelsi í 360 daga. Viðskipti innlent 3. febrúar 2025 20:39
Stefna kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt. Innlent 3. febrúar 2025 15:35
Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Snorri Guðmundsson rafrettukóngur og Sverrir Þór Gunnarsson eigandi söluturnsins Drekans hafa verið dæmdir í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða ríkissjóði hvor um sig 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. Viðskipti innlent 3. febrúar 2025 12:38
Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Innlent 3. febrúar 2025 11:57
Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett drög að reglugerð um endurskoðun á vöruúrvali, innkaupum og dreifingu ÁTVR á áfengi, í samráðsgátt. Innlent 31. janúar 2025 16:31
Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi. Innlent 31. janúar 2025 14:34