Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Innlent 26. september 2025 11:02
Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu. Innlent 25. september 2025 16:55
Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um áfrýjunarleyfi, í máli hans gegn Páli Vilhjálmssyni. Innlent 24. september 2025 08:20
Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Aðalmeðferð í Súlunesmálinu svokallaða fer fram við Héraðsdóm Reykjaness mánu- og þriðjudaginn 3. og 4. nóvember. Dómurinn verður fjölskipaður og þinghald í málinu lokað að beiðni ákærðu og móður hennar, brotaþola í málinu. Innlent 23. september 2025 14:49
Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa 35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus. Innlent 23. september 2025 13:52
Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. Innlent 22. september 2025 19:00
Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti. Hann seldi fíkniefni fyrir fimmtán milljónir á hálfu ári. Innlent 22. september 2025 16:15
Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl. Innlent 22. september 2025 13:23
Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur. Innlent 19. september 2025 12:09
Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Innlent 19. september 2025 10:30
Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan. Innlent 18. september 2025 15:41
Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Fertugur Spánverji, sem sætir ákæru fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, segist hafa verið rangur maður á röngum stað þegar lögregla handtók hann. Maður sem hann tók á móti í Airbnb-íbúð í Fossvogi hefur þegar hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning. Sá segir allt aðra sögu af málinu. Innlent 17. september 2025 14:57
Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. Innlent 16. september 2025 13:40
Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 Innlent 15. september 2025 16:47
Tvíburarnir fengu ár í viðbót Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hafa verið dæmdir í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Í síðustu viku staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum fyrir önnur fíkniefnabrot. Innlent 15. september 2025 14:52
Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Mohamad Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig mun hann losna við helming refsingarinnar en fær ekki að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Innlent 15. september 2025 12:01
Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Innlent 12. september 2025 17:06
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Innlent 12. september 2025 16:29
Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt að taka til meðferðar mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að svipta ellefu ára son sinn lífi í janúar í fyrra. Innlent 12. september 2025 10:42
Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Innlent 12. september 2025 08:40
Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Innlent 11. september 2025 06:00
Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Innlent 10. september 2025 12:02
Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu. Innlent 10. september 2025 11:35
Með töskurnar fullar af marijúana Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins. Innlent 10. september 2025 07:56
Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir. Innlent 9. september 2025 10:44
Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Innlent 9. september 2025 10:29
Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Innlent 8. september 2025 13:51
Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga ólögráða stúlku og útbúa af því myndband. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 6. september 2025 17:58
Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Innlent 5. september 2025 15:24
Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5. september 2025 11:44