Ragnar neitaði sök Ragnar Sigurjónsson neitaði sök í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar aðalmeðferð hófst í máli ríkisins gegn honum. Ragnari er gefið að sök að hafa svikið á fimmtu milljón króna út úr Nígeríumanni sem stóð í þeirri trú að Ragnar ætlaði að selja honum skreiðarfarm. Innlent 6. september 2004 00:01
Var ekki að flýja réttvísina Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Innlent 6. september 2004 00:01
Sýknaður af manndrápsákæru Þjóðverji sem ók ölvaður með þeim afleiðingum að bíllinn fót út af og valt við Vatnsskarð var í dag sýknaður af ákæru um manndráp í Héraðsdómi Reykjaness. Félagi mannsins lést í slysinu. Innlent 27. ágúst 2004 00:01
Siðanefnd kærir úrskurðinn Siðanefnd Háskóla Íslands hefur ákveðið að kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í liðinni viku þess efnis að sýslumanni beri að setja lögbann á umfjöllun siðanefndar um bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. Innlent 23. ágúst 2004 00:01
Hannes er umdeildur "Hannes er umdeildur maður í þjóðfélaginu og innan Háskólans og telur sjálfur að krossferð hafi verið í gangi gegn honum," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, í dómsal í gær er málflutningur fór fram í lögbannsmáli Hannesar gegn Siðanefnd Háskóla Íslands. Innlent 13. ágúst 2004 00:01
Grunaður um höfuðkúpubrot Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi á Akureyri grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið annan mann og veitt honum fleiri áverka. Fórnarlambið var lagt inn á gjörgæsludeild. Innlent 10. ágúst 2004 00:01
Ekki áfellisdómur yfir nefndinni Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Innlent 27. júlí 2004 00:01
Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Innlent 26. júlí 2004 00:01
Fyrrverandi skólastjóri sýknaður Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 26. júlí 2004 00:01
Sveinbjörn áfrýjar ekki Aðalsakborningur í Landssímamálinu ætlar að una dómi sínum en hann var dæmdur til 4 1/2 árs fangelsisvistar. Hinir sakborningarnir þrír hafa allir áfrýjað. Innlent 22. júlí 2004 00:01
Réðist á konu á heimili hennar Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir líkamsárás á konu á svipuðum aldri á heimili hennar sl. sumar og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. Innlent 14. júlí 2004 00:01
Ók lyfjadofinn á lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 41 árs gamlan mann ökuréttindum í eitt ár og gert honum að greiða hundrað þúsund krónur fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi á vegarkafla við Litlu-Kaffistofuna ekið á öfugum vegarhelmingi móti ómerktri lögreglubifreið, þannig að ökumaður hennar varð að aka út fyrir veginn. Innlent 13. júlí 2004 00:01
Réðust á mann og hótuðu lögreglu 23 ára gamall Akureyringur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með hótunum um ofbeldi og líflát. Einnig hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm 21 árs gamall Akureyringur fyrir þátttöku í árásinni. Innlent 13. júlí 2004 00:01
Dró sér 30 milljónir á átta árum Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands er ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 30 milljónir króna frá skólanum á átta ára tímabili. Hann lýsti yfir sakleysi við aðalmeðferð málsins, sem stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 9. júlí 2004 00:01
Tæpar 30 milljónir á átta árum Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna. Innlent 8. júlí 2004 00:01
Skilorð fyrir misheppnað bankarán 23 ára gamall maður fékk í gær skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur upp á fimm mánuði fyrir tilraun til að ræna útibú Landsbankans við Gullinbrú í Reykjavík föstudaginn 5. desember sl. Refsing fellur niður að 3 árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð, en honum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað. Innlent 8. júlí 2004 00:01
Dæmdur fyrir líkamsárás Sautján ára piltur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 8. júlí 2004 00:01
Með fjölda dóma á bakinu Tvítugur maður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þjófnað í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 8. júlí 2004 00:01