Fær ekki tíu milljónir frá HHÍ þrátt fyrir vinningsmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 15:53 Gunnlaugur Hrannar Jónsson situr uppi tómhentur eftir baráttu fyrir dómstólum. Vísir/Eyþór Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56