Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. mars 2018 08:00 Tryggi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist stundum hafa fengið bágt fyrir störf sín hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins. vísir/gva „Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
„Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira