
Verða að afhenda skattstjóra upplýsingar
Viðskiptabankarnir þrír verða að afhenda skattstjórum sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti bankanna með hlutabréf og og þá sem viðskiptunum tengdust á árinu 2003.
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.
Viðskiptabankarnir þrír verða að afhenda skattstjórum sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti bankanna með hlutabréf og og þá sem viðskiptunum tengdust á árinu 2003.
Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í síðustu viku. Hann áfrýjar sýknun í sex af átta ákæruliðum.
Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot.
Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig.
Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi.
Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stúlku á stigagangi heimilis hennar. Stúlkan var mjög ölvuð og þótti dómnum sýnt að maðurinn hefði misnotað sér ástand hennar.
Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun beiðni 101 Fasteignafélags um að samningur þeirra við Stafna á milli og fleiri félög um kaup á húsnæði við Laugarveg, Frakkastíg og Hverfisgötu yrði þinglýstur.
Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni.
Héraðsdómur Norðurlands Eystra hefur dæmt mennina fjóra, sem réðust á 17 ára pilt á Akureyri fyrir ári, misþyrmdu honum og skildu eftir klæðalítinn í húsasundi í frosti.
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta.
Tuttugu og fimm ára karlmaður var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa þrisvar ekið bíl eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, þrisvar verið tekinn með fíkniefni, tvo þjófnaði og tvö fjársvikamál.
G.P.G fiskvinnsla verður að greiða fyrrum stjórnanda fiskvinnslunnar Jökuls á Raufarhöfn hálfa þriðju milljón króna sem hann á hjá félaginu í ógreiddum launum.
Aðalmeðferð í máli Sigurðar Freys Kristmundssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður Freyr er ákærður fyrir að hafa banað Braga Halldórssyni í ágúst síðastliðnum með því að stinga hann með hnífi.
Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl ökuréttindalaus á Akureyri. Maðurinn hefur aldrei fengið ökuréttindi og var fyrir sjö árum dæmdur til að fá aldrei ökuréttindi vegna endurtekinna umferðarlagabrota.
Stjórnskipulegur vandi blasir við ef einhver dómari höfðar mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar kjaradóms um laun dómara segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.
Útgerðin Íslenskur skelfiskur verður að greiða Langanesi þrjátíu milljónir króna í björgunarlaun. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að ekki þyrfti að greiða þau björgunarlaun sem deilt var um.
Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins.
Hæstiréttur hefur dæmt mann í farbann meðan réttað er í máli gegn honum vegna stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn er talinn hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af hassi og einu kílói af amfetamíni sem voru falin í bíl sem kom hingað með Norrænu frá Danmörku þrettánda þessa mánaðar.
Kona vann í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn ACO Tæknivali og er um að ræða skýra stefnubreytingu frá dómvenju þar sem fyrirtækið var dæmt fyrir saknæma vanrækslu á því að hindra hálkumyndun fyrir utan verslun BT í Skeifunni.
24 ára karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af tíu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 300 grömm af hassi, eignaspjöll á umferðarljósum og þjófnað úr lyfjakistu í báti. Maðurinn hefur áður gerst brotlegur við lög og braut fyrra skilorð. Hann hefur átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða.
Mál Bubba Morthens gegn 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni vegna umfjöllunar tímaritsins Hér og nú um Bubba var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögmenn lögðu fram gögn í morgun og þeim gefst frekari tími til að afla gagna áður en málsmeðferð hefst.
Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram.
Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sextán ára pilti sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nema annan pilt á brott af vinnustað hans og neyða hann til að taka pening út úr hraðbanka til að greiða skuld við þá.
Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári.
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni vegna fíkniefnabrota. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn á Gamlársdag og hefur lagt hald á um 1,5 kíló af hassi auk annarra fíkniefna og peninga.
Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu albansks karlmanns sem grunaður er um manndráp í Grikklandi á jóladag 2004 um að ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja hann til Grikklands yrði hnekkt. Maðurinn kærði framsalið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti framsalið.
Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum.
Íslandsbanki verður að greiða þrotabúi Kaldabergs ehf. hálfa fimmtu milljón króna auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málkostnað. Upphæðina fékk Íslandsbanki greidda upp í skuldir skömmu áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og þær þóttu brjóta gegn lögum um jafnræði lánadrottna.