Fær 11,8 milljónir frá Ísafjarðarbæ vegna mengunar frá sorpbrennslustöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júní 2018 11:39 Maðurinn þurfti meðal annars að slátra öllum búfénaði sínum. Ísafjarðarbær þarf að greiða bónda á bænum Efri-Engidal rúmar 11,8 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem hann varð af sökum mengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa. Bóndinn þurfti meðal annars að slátra öllum búfénaði sínum. þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða. Opinberir eftirlitsaðilar höfðu gert margvíslegar athugasemdir við rekstur sorpbrennslustöðvarinnar vegna mengunarvarna og búnaðar á rekstrartíma hennar. Athugasemdirnar lutu meðal annars að framkvæmd mengunarmælinga og niðurstaðna þeirra og virðist sem Ísafjarðarbær hafi í gegnum tíðina brugðist seint eða ekki við flestum þessara athugasemda. Í starfsleyfi stöðvarinnar sem var gefið út árið 2007 var kveðið á um skyldu stöðvarinnar til að nota bestu mögulegu tækni til mengunarvarna, auk þess sem tilgreind voru ákveðin losunarmörk fyrir mengunarefni í útblæstri. Ekki voru tilgreind sérstök losunarmörk fyrir díoxín eða skyld efni í þessu leyfi, en mælt fyrir um mælingu þeirra engu að síður, minnst einu sinni innan árs frá veitingu leyfisins. Niðurstöður þeirra mælinga sýndu að styrkur díoxíns og skyldra efna var tugfalt yfir þeim viðmiðunarmörkum sem nýrri sorpbrennslustöðvum höfðu verið settar á grundvelli reglugerðar um brennslu úrgangs. Sorpbrennslustöðvar sem höfðu fengið starfsleyfi fyrir 28. desember 2003, líkt og Funi, höfðu hins vegar verið undanþegnar þeim mörkum með sérstöku ákvæði.Mjólk og kjöt reyndust menguð Í árslok 2010 lét Mjólkursamsalan mæla ólífræn snefilefni og klórlífræn efnasambönd í hrámjólk frá bænum og öðru búi til samanburðar. Var það gert vegna fyrirspurnar blaðamanns til þáverandi mjólkubússtjóra MS á Ísafirði um hvort mjólk fá búinu gæti verið menguð vegna nálægðar við Funa. Niðurstöður mælinganna sýndu að mjólk frá búinu var menguð díoxíni og líkum efnum og ekki talin hæf til neyslu. Hætti MS í kjölfarið vinnslu á mjólk frá búinu. Á sama tíma bannaði Matvælastofnun sölu allra afurða frá bænum sem og flutning lifandi dýra frá bænum og réðst í sýnatökur á mjöli og kjöti frá bænum. Sýndu niðurstöður þeirra að styrkur díoxíns í mjólk frá Efri-Engidal var yfir viðmiðunarmörkum og sama átti við um sýni úr nautakjöti frá bænum. Mengun fannst einnig í kindakjöti og heyi í Engidal. Ísafjarðarbær hætti starfsemi Funa í lok janúar 2011. Matvælastofnun tilkynnti ábúanda á Efri-Engilda í apríl 2011 um bann til frambúðar á markaðssetningu matvælaafurða úr bústofni hans og sömuleiðis við nýtingu landsins til beitar og öflunar fóðurs fyrir búfé sem ætlað væri til manneldis, þar til ný gögn kæmu fram um heilnæmi landsins í dalnum. Öllum búfénaði bóndans var slátrað í lok apríl 2011 á kostnað Ísafjarðarbæjar, en maðurinn hafði þá óskað eftir afstöðu bæjarins til bótaskyldu og greiðslu kostnaðar vegna þessa. Banni við beit og fóðuröflun frá Engidal var aflétt með ákvörðun Matvælastofnunar 11. janúar 2012.Stórfellt gálleysi af hálfu Ísafjarðarbæjar Það er mat dómsins að þrátt fyrir að starfsemi Funa hafi verðið sett önnur viðmiðunarmörk í starfsleyfi hafi bænum mátt vera ljóst að starfsemi stöðvarinnar gat haft í för með sér mengun sem hætta gæti stafað af. Þannig hafi sóttmenguðum úrgangi frá heilbrigðisstofnun á höfuðborgarsvæðinu meðal annars verið fargað í stöðinni. Í dómi héraðsdóms segir að bænum hafi mátt vera það ljóst þegar niðurstöður mælinga lágu fyrir að starfsemin gat haft í för með sér mengunarhættu og að honum hafi borið að bregðast við í því skyni að takmarka mögulegt umhverfistjón. Það gerði bærinn hins vegar ekki og starfsemin hélt áfram óbreytt í þrjú ár til viðbótar. „Verður þetta athafnaleysi stefnda ekki virt með öðrum hætti en sem stórfellt gáleysi. Með því að bregðast á engan hátt við upplýsingum um hættulega mengun frá starfsemi sinni hefur stefndi að mati dómsins brotið gegn þeirri almennu grundvallar hátternisreglu að hver og einn nýti eigur sínar og hagi starfsemi sinni þannig að öðrum sé ekki bakað tjón eða hætta starfi af. Háttsemi stefnda hafi því í senn verið saknæm og ólögmæt.“ Maðurinn stefndi Ísafjarðarbæ og íslenska ríkinu til vara. Hann fór fram á 31,9 milljónir. Það er niðurstaða dómsins að Ísafjarðarbær skuli borga bóndanum 11.839.075 krónur ásamt vöxtum. Bærinn þarf einnig að greiða tvær milljónir í málskostnað. Íslenska ríkið var sýknað af kröfum mannsins.Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Ísafjarðarbær þarf að greiða bónda á bænum Efri-Engidal rúmar 11,8 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem hann varð af sökum mengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa. Bóndinn þurfti meðal annars að slátra öllum búfénaði sínum. þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða. Opinberir eftirlitsaðilar höfðu gert margvíslegar athugasemdir við rekstur sorpbrennslustöðvarinnar vegna mengunarvarna og búnaðar á rekstrartíma hennar. Athugasemdirnar lutu meðal annars að framkvæmd mengunarmælinga og niðurstaðna þeirra og virðist sem Ísafjarðarbær hafi í gegnum tíðina brugðist seint eða ekki við flestum þessara athugasemda. Í starfsleyfi stöðvarinnar sem var gefið út árið 2007 var kveðið á um skyldu stöðvarinnar til að nota bestu mögulegu tækni til mengunarvarna, auk þess sem tilgreind voru ákveðin losunarmörk fyrir mengunarefni í útblæstri. Ekki voru tilgreind sérstök losunarmörk fyrir díoxín eða skyld efni í þessu leyfi, en mælt fyrir um mælingu þeirra engu að síður, minnst einu sinni innan árs frá veitingu leyfisins. Niðurstöður þeirra mælinga sýndu að styrkur díoxíns og skyldra efna var tugfalt yfir þeim viðmiðunarmörkum sem nýrri sorpbrennslustöðvum höfðu verið settar á grundvelli reglugerðar um brennslu úrgangs. Sorpbrennslustöðvar sem höfðu fengið starfsleyfi fyrir 28. desember 2003, líkt og Funi, höfðu hins vegar verið undanþegnar þeim mörkum með sérstöku ákvæði.Mjólk og kjöt reyndust menguð Í árslok 2010 lét Mjólkursamsalan mæla ólífræn snefilefni og klórlífræn efnasambönd í hrámjólk frá bænum og öðru búi til samanburðar. Var það gert vegna fyrirspurnar blaðamanns til þáverandi mjólkubússtjóra MS á Ísafirði um hvort mjólk fá búinu gæti verið menguð vegna nálægðar við Funa. Niðurstöður mælinganna sýndu að mjólk frá búinu var menguð díoxíni og líkum efnum og ekki talin hæf til neyslu. Hætti MS í kjölfarið vinnslu á mjólk frá búinu. Á sama tíma bannaði Matvælastofnun sölu allra afurða frá bænum sem og flutning lifandi dýra frá bænum og réðst í sýnatökur á mjöli og kjöti frá bænum. Sýndu niðurstöður þeirra að styrkur díoxíns í mjólk frá Efri-Engidal var yfir viðmiðunarmörkum og sama átti við um sýni úr nautakjöti frá bænum. Mengun fannst einnig í kindakjöti og heyi í Engidal. Ísafjarðarbær hætti starfsemi Funa í lok janúar 2011. Matvælastofnun tilkynnti ábúanda á Efri-Engilda í apríl 2011 um bann til frambúðar á markaðssetningu matvælaafurða úr bústofni hans og sömuleiðis við nýtingu landsins til beitar og öflunar fóðurs fyrir búfé sem ætlað væri til manneldis, þar til ný gögn kæmu fram um heilnæmi landsins í dalnum. Öllum búfénaði bóndans var slátrað í lok apríl 2011 á kostnað Ísafjarðarbæjar, en maðurinn hafði þá óskað eftir afstöðu bæjarins til bótaskyldu og greiðslu kostnaðar vegna þessa. Banni við beit og fóðuröflun frá Engidal var aflétt með ákvörðun Matvælastofnunar 11. janúar 2012.Stórfellt gálleysi af hálfu Ísafjarðarbæjar Það er mat dómsins að þrátt fyrir að starfsemi Funa hafi verðið sett önnur viðmiðunarmörk í starfsleyfi hafi bænum mátt vera ljóst að starfsemi stöðvarinnar gat haft í för með sér mengun sem hætta gæti stafað af. Þannig hafi sóttmenguðum úrgangi frá heilbrigðisstofnun á höfuðborgarsvæðinu meðal annars verið fargað í stöðinni. Í dómi héraðsdóms segir að bænum hafi mátt vera það ljóst þegar niðurstöður mælinga lágu fyrir að starfsemin gat haft í för með sér mengunarhættu og að honum hafi borið að bregðast við í því skyni að takmarka mögulegt umhverfistjón. Það gerði bærinn hins vegar ekki og starfsemin hélt áfram óbreytt í þrjú ár til viðbótar. „Verður þetta athafnaleysi stefnda ekki virt með öðrum hætti en sem stórfellt gáleysi. Með því að bregðast á engan hátt við upplýsingum um hættulega mengun frá starfsemi sinni hefur stefndi að mati dómsins brotið gegn þeirri almennu grundvallar hátternisreglu að hver og einn nýti eigur sínar og hagi starfsemi sinni þannig að öðrum sé ekki bakað tjón eða hætta starfi af. Háttsemi stefnda hafi því í senn verið saknæm og ólögmæt.“ Maðurinn stefndi Ísafjarðarbæ og íslenska ríkinu til vara. Hann fór fram á 31,9 milljónir. Það er niðurstaða dómsins að Ísafjarðarbær skuli borga bóndanum 11.839.075 krónur ásamt vöxtum. Bærinn þarf einnig að greiða tvær milljónir í málskostnað. Íslenska ríkið var sýknað af kröfum mannsins.Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira