Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni nær áttrætt fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum. Dómurinn var þyngdur úr fjórum árum yfir í sjö.
Maðurinn var dæmdur í fangelsi síðastliðið sumar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gagnvart þremur barnabörnum sínum, þremur stúlkum sem voru á aldrinum 6-14 ára þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn braut á stúlkunum yfir margra ára tímabil.
Maðurinn var sakaður um að hafa brotið gegn hinum stúlkunum tveimur í lengri tíma, svo til alla grunnskólagöngu þeirra. Sýndi hann þeim klámmyndbönd, fróaði sér fyrir framan þær og hafði við þær „önnur kynferðismök en samræði“.
Í dómi Landsréttar segir að um sé að ræða „gróf og alvarleg brot gagnvart stúlkunum, framin í skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til afa síns. Þá voru brotin margendurtekin og framin á um tíu ára tímabili“ og að því megi ráða að brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur.
Þá hækkaði Landsréttur miskabætur tveggja barnabarna mannsins, úr 1,8 milljónum í þrjár milljónir hvor.
Landsréttur þyngir dóm yfir manni sem braut gegn eigin barnabörnum

Tengdar fréttir

Barnaverndarstofa rannsakar sérstaklega mál afans sem braut gegn barnabörnum
Þá mun Barnaverndarstofa einnig kanna sérstaklega viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu, sem bjó yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn einum af brotaþolum málsins.

Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum
Í dómnum yfir honum kemur fram að maðurinn, sem er nær áttræður, sé fjölveikur og noti fjölda lyfja. Litið var til aldurs hans við ákvörðun refsingar.