Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn. Innlent 14. maí 2010 17:56
Meintur svikahrappur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. Innlent 14. maí 2010 16:47
Ingólfur færður til yfirheyrslu eftir næturvist hjá lögreglunni Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur verið færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Innlent 11. maí 2010 13:45
Embætti sérstaks saksóknara þögult sem gröfin Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, segist ekki staðfesta neitt varðandi handtökur Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingríms Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans. Innlent 11. maí 2010 12:21
Ellefu ákærðir fyrir að skipta við Miðbaugsmaddömuna Ríkissaksóknari hefur gefið út ellefu ákærur á jafn marga einstaklinga sem greiddu eða reyndu að greiða fyrir vændi á tímabilinu október til desember á síðasta ári. Innlent 10. maí 2010 15:48
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. Innlent 27. apríl 2010 15:40
Mikið um þjófnaði á Akranesi 6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. Innlent 19. apríl 2010 15:11
Tveir fluttir á spítala eftir árekstur Tveir einstaklingar voru fluttir á spítala eftir árekstur upp í Gerðubergi fyrir stundu. Slökkviliðið mætti á vettvang í en í fyrstu var talið að það þyrfti að klippa þá út úr bílunum. Það reyndist þó ekki nauðsynlegt. Innlent 14. apríl 2010 17:23
Ógnaði með sprautunál Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og rán. Innlent 14. apríl 2010 04:30
Kókaínsmygl og peningaþvætti Tveir karlmenn og tvær konur hafa verið ákærð fyrir fíkniefnasmygl, peningaþvætti og sölu fíkniefna. Hinir ákærðu eru íslensk, karl og kona, svo og par af erlendu bergi brotið. Innlent 14. apríl 2010 03:00
Gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. apríl fyrir að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands í janúar en Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í dag. Innlent 13. apríl 2010 17:12
Hótuðu ofbeldi Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö á skilorði, fyrir húsbrot, hótanir og rán. Félagi hans var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá þriðji var dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt. Þrír til sem ákærðir voru í málinu, voru sýknaðir. Innlent 13. apríl 2010 02:00
Íkveikja á Litla Hrauni Lögreglan á Selfossi rannsakar meinta íkveikja í fangaklefa á Litla-Hrauni í lok síðustu viku. Þar voru tveir menn saman í klefa þegar eldur kom þar upp. Fangaverðir náðu með snarræði að slökkva eldinn. Innlent 13. apríl 2010 02:00
Með fjögur kíló af amfetamíni Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi. Innlent 15. mars 2010 06:30
Blóðugir inniskór undir laki Áfram í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar á Grettisgötu Innlent 11. júní 2009 00:01
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar. Innlent 15. júní 2007 13:18
Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki Hæstiréttur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslálki í Mosfellsbæ í desember 2004. Með þessu þyngdi Hæstiréttur dóm héraðsdóms sem dæmt hafði Loft Jens í tveggja ára fangelsi. Enn fremur var hann dæmdur til að greiða ekkju og börnum Ragnar um tólf milljónir króna í miskabætur. Innlent 31. maí 2007 16:40
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir mjög alvarlegt kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 30. maí 2007 14:41
Staðfestir gæsluvarðhald vegna líkamsárásar Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa brotist inn á heimili á Skólavörðustíg í gengið í skrokk á húsráðanda og skilið hann eftir meðvitundarlausan. Innlent 22. maí 2007 16:54
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barni Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tíu ára stúlku á heimili sínu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur fyrir athæfið. Innlent 18. maí 2007 17:07
Sýknaður af ákæru um að hafa hindrað lögregluna í starfi Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hindra lögregluna í starfi og sneri þannig dómi héraðsdóms sem hafði dæmt hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 16. maí 2007 16:50
Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. Innlent 15. maí 2007 13:23
Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. Innlent 14. maí 2007 16:56
Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. Innlent 14. maí 2007 16:45
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. Innlent 14. maí 2007 16:16
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum. Innlent 14. maí 2007 13:39
Dæmd fyrir að draga sér fé Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur. Innlent 11. maí 2007 14:51
Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum. Innlent 11. maí 2007 13:15
Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu. Innlent 11. maí 2007 12:45
Landspítala óheimilt að segja Salmann upp Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans. Komst dómurinn að því að spítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp á þeim grundvelli sem gert var. Innlent 10. maí 2007 17:00