Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Tveggja ára dómur fyrir hlutdeild í nauðgun

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudaginn síðastliðinn konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlut sinni í nauðgun þroskaskertrar stúlku. Brotið átti sér stað þann 2. október árið 2016 en stúlkan var á barnsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn glóðvolgur við flóttatilraun úr landi

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann.

Innlent
Fréttamynd

Vill skoða lög og reglur um einangrunarvistun

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra útilokar ekki breytingar á lögum og reglum um einangrunarvist og hefur kallað eftir upplýsingum frá lögreglu og embætti ríkislögmanns vegna þessa. Hún segir umhugsunarvert hvernig einangrunarvistun er beitt við rannsókn mála hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Heyrði þegar skinnið sprakk á ofninum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni.

Innlent
Fréttamynd

Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna.

Innlent
Fréttamynd

Erla enn með ábyrgðina á herðum sér

Erla Bolladóttir á enn eftir að fá mannorð sitt hreinsað. Tilfinningarnar eru blendnar eftir sýknudóm í gær. Hún vonast enn til að Hæstiréttur gangi lengra, lýsi sakleysi þeirra yfir og gangist við því sem gerðist.

Innlent