Bræður fengu fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikið kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 13:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt. Dómsmál Fíkn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira