Góður endasprettur tryggði Snæfelli sigur Snæfell gerði góða ferð í Hveragerði í kvöld þar sem liðið lagði Hamar 77-70 í Iceland Express deild karla í körfubolta. Heimamenn höfðu betur í fyrri hálfleik en Hólmarar tryggðu sér sigur með því að halda Hamarsmönnum í aðeins 8 stigum í lokaleikhlutanum. Körfubolti 2. nóvember 2007 21:17
Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Körfubolti 1. nóvember 2007 20:55
Njarðvíkingar komnir yfir Njarðvíkingar hafa náð forystu 67-65 gegn KR þegar þriðja leikhluta er lokið í þessum stórslag í Iceland Express deildinni. Brenton Birmingham fór mikinn í liði Njarðvíkur í þriðja leikhluta þar sem gestirnir komust yfir eftir að hafa verið undir í hálfleik. Körfubolti 1. nóvember 2007 20:26
KR hefur yfir í hálfleik KR-ingar hafa yfir 43-37 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í stórleik liðanna í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en hér er um að ræða einvígi liðanna sem léku til úrslita um titilinn í vor. Körfubolti 1. nóvember 2007 19:31
Stórleikur KR og Njarðvíkur í beinni á Sýn Fimm leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsiner viðureign KR og Njarðvíkur í DHL höllinni og verður hann sýndur beint á Sýn. Körfubolti 1. nóvember 2007 18:02
Nemanja Sovic til Breiðabliks Breiðablik fékk í gær góðan liðsstyrk er Nemanja Sovic samdi við Breiðablik en hann kemur frá Fjölni þar sem hann var á sínu fjórða tímabili. Körfubolti 1. nóvember 2007 13:01
Leikmaður Breiðabliks slasaðist í umferðarslysi Bandaríkjamaðurinn Tony Cornett slasaðist í umferðarslysi síðastliðið föstudagskvöld og verður hann ekki með í næsta leik Breiðabliks á föstudag. Körfubolti 31. október 2007 10:58
Keflvíkingar með fullt hús Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld. Körfubolti 28. október 2007 21:28
Stórleikur í Njarðvík Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðvík. Liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir þjár umferðir og því mætast stálin stinn í kvöld. Körfubolti 28. október 2007 18:53
Hörður Axel með fínan leik í sigri Njarðvíkur Hörður Axel Vilhjálmsson stimplaði sig rækilega inn í lið Njarðvíkur í kvöld þegar liðið vann þriðja leik sinn í röð í upphafi móts í Iceland Express deildinni. Njarðvík lagði ÍR 83-68 í Ljónagryfjunni og þá héldu Tindastólsmenn upp á 100 ára afmæli félagsins með 102-90 sigri á Skallagrími á Sauðárkróki. Körfubolti 26. október 2007 21:42
Þriðja tap Snæfells Snæfellingar eru enn án sigurs í Iceland Express deild karla eftir þrjá leiki. Liðið tapaði í kvöld fyrir KR á útivelli, 85-71. Körfubolti 25. október 2007 21:06
Keflavík lagði Snæfell í æsilegum leik Iceland Express deild karla hefur farið mjög vel af stað og á því varð engin breyting í kvöld þegar Keflvíkingar unnu sigur á Snæfelli 113-109 eftir æsilegan og framlengdan leik í Stykkishólmi. Körfubolti 19. október 2007 22:01
Þétt á toppnum í N1 deildinni Þrjú lið eru efst og jöfn toppi N1 deildarinnar í handbolta eftir leiki kvöldsins. Haukar lögðu Aftureldingu 30-24 í Mosfellsbænum í kvöld og eru á toppnum ásamt Fram og HK, en Kópavogsliðið vann í kvöld góðan sigur á Fram 26-24 í hörkuleik í Digranesi. Handbolti 19. október 2007 21:54
Fjölnir lagði Stjörnuna Fjölnir vann sinn fyrsta leik í í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að skella nýliðum Stjörnunnar 85-75 á heimavelli sínum í Grafarvogi. Körfubolti 19. október 2007 21:13
Stjarnan leiðir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fjölnis og Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjarnan hefur verið með frumkvæðið lengst af í Grafarvogi og hefur yfir í hálfleik 46-39 eftir að hafa leitt 23-20 eftir fyrsta leikhlutann. Körfubolti 19. október 2007 19:54
Stórleikur í Hólminum í kvöld Annari umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvogi og Keflvíkingar eiga fyrir höndum erfiða ferð í Stykkishólm þar sem liðið mætir Snæfelli. Körfubolti 19. október 2007 17:57
Fékk svarið sem ég beið eftir Þjálfarar Grindavíkur og KR voru miskátir með sína menn í kvöld eins og gefur að skilja. Friðrik Ragnarsson sagði sína menn í Grindavík hafa svarað tapinu ljóta gegn Keflavík á fullkominn hátt, en Benedikt Guðmundsson var hundóánægður með varnarleik sinna manna. Körfubolti 18. október 2007 21:03
Grindavík lagði KR í frábærum leik Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld. Körfubolti 18. október 2007 19:00
Njarðvík að rúlla yfir Snæfell Fyrsta umferð Iceland Express-deildar karla er hafin með fjórum leikjum sem fara fram í kvöld. Körfubolti 11. október 2007 20:03
Friðrik spilar með Njarðvík í kvöld Miðherjinn Friðrik Stefánsson verður með Njarðvíkingum í kvöld þegar liðið tekur á móti Snæfelli í fyrstu umferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 11. október 2007 15:27
Óvíst um þáttöku Friðriks Fyrirliðinn Friðrik Stefánsson hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort hann muni leika með körfuknattleiksliði Njarðvíkur í vetur. Hann fór í hjartaþræðingu á dögunum og þjáist af hjartameini sem kallast gáttaflökt. Körfubolti 10. október 2007 12:26
Verða að ryðja okkur úr vegi til að ná í dolluna Það er alltaf pressa á menn að standa sig, alveg sama hjá hvaða liði þeir eru í þessari deild og þegar maður er hjá stórveldi eins og KR er alltaf pressa á að ná árangri," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í samtali við Vísi þegar spáin lá fyrir. Körfubolti 9. október 2007 14:43
KR spáð titlinum Íslandsmeistarar KR munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem birt var á kynningarfundi fyrir Icelan Express deildina í dag. Deildin hefst á fimmtudaginn. Körfubolti 9. október 2007 13:13
Snæfellingar unnu Powerade bikarinn Snæfellingar fögnuðu í dag sigri í Powerade bikarnum í karlaflokki með sigri á KR 72-65 í miklum baráttuleik í Laugardalshöll. Snæfell lenti undir 2-0 í leiknum en hafði undirtökin eftir það og vann verðskuldaðan sigur. Körfubolti 30. september 2007 17:47
Spilað til úrslita í dag Úrslitaleikir Powerade-bikarsins í körfubolta fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Klukkan 14.00 mætast Haukar og Keflavík í kvennaflokki og klukkan 16.00 spila karlalið KR og Snæfells til úrslita. Körfubolti 30. september 2007 00:01
Snæfell og KR leika til úrslita Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn. Körfubolti 27. september 2007 22:41
Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík 44-36 í hálfleik í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Hólmarar hafa verið yfir allan hálfleikinn og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhlutann. Körfubolti 27. september 2007 21:47
KR í úrslit KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Poweradebikarnum í körfubolta með sannfærandi sigri á Skallagrími 95-70 í Laugardalshöllinni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Snæfell og Njarðvík, en sá leikur hefst klukkan 21. Körfubolti 27. september 2007 20:45
KR hefur yfir í hálfleik KR-ingar hafa yfir 45-36 gegn Skallagrími þegar flautað hefur verið til leikhlés í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og strax að honum loknum eigast við Njarðvík og Snæfell. Körfubolti 27. september 2007 19:54
Friðrik Stefánsson á leið í hjartaaðgerð Landsliðsmiðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík getur ekki spilað með liðinu á næstunni, en hann þarf að fara í hjartaaðgerð í næstu viku. Friðrik varð fyrst var við að ekki væri allt með felldu þegar hann féll í yfirlið í leik fyrir tveimur árum. Körfubolti 27. september 2007 15:20