Grindavík er að vakna til lífsins í Iceland Express-deild karla og liðið sendi sterk skilaboð í kvöld er það lagði Íslandsmeistara KR af velli í Röstinni.
Jafnræði með liðunum framan af en Grindvíkingar miklu sterkari á lokasprettinum og tryggði sér frábæran sigur.
KR tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Pavel Ermolinski, en hann fann sig ekki og skoraði aðeins þrjú stig.
Snæfell rúllaði síðan yfir Keflavík í Fjárhúsinu þar sem Hlynur Bæringsson fór mikinn með því að skora 30 stig og rífa niður 17 fráköst.
Úrslit kvöldsins:
Grindavík-KR 84-67
Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 19, Ómar Sævarsson 15, Darrell Flake 15, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 7, Arnar Freyr Jónsson 3.
Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 16, Semaj Inge 13, Tommy Johnson 11, Fannar Ólafsson 11, Finnur Alti Magnússon 7, Skarphéðinn Ingason 4, Pavel Ermolinski 3, Darri Hilmarsson 2.
Snæfell-Keflavík 106-86
Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 30 (17 frák.),Sean Burton 28, Sigurður Þorvaldsson 21, Jón Ólafur Jónsson 18, Emil Jóhannsson 7, Sveinn Davíðsson 1, Gunnlaugur Smárason 1.
Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 21, Gunnar Einarsson 16, Draelon Burns 12, Þröstur Jóhannsson 10, Gunnar Stefánsson 6.
ÍR-Breiðablik 86-100
Stig ÍR: Michael Jefferson 26, Hreggviður Magnússon 25, Nemanja Sovic 19, Ásgeir Hlöðversson 8, Steinar Arason 6, Ólafur Þórisson 2.
Stig Breiðabliks: Jeremy Caldwell 25, Daníel Guðmundsson 24, Jonathan Schmidt 19, Hjalti Friðriksson 13, Gylfi Geirsson 10, Aðalsteinn Pálsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Þorsteinn Gunnlaugsson 2.