
Grindvíkingar skipta Gumma Braga inn á fyrir Pétur Guðmunds
Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik karla samkvæmt frétt á Víkurfréttum. Fréttir af aðstoðarmönnum hafa verið áberandi síðustu daga því Keflvíkingar höfðu áður ráðið Grindvíkinginn Pétur Guðmundsson sem aðstoðarmann Keflavíkurliðsins í vetur.