Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, verður væntanlega ekki með KR í kvöld gegn Stjörnunni er úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik hefst.
Þetta er talsvert mikið áfall fyrir KR enda Fannar andlegur leiðtogi liðsins og liðið saknaði hans sárt er hann var meiddur á dögunum.
Fannar er meiddur á kálfa. Hann mun vera á skýrslu og hita upp en KR-ingar búast ekki við því að hann geti spilað.
Fannar spilar líklega ekki með KR í kvöld
Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn