Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    KR semur við tveggja metra Serba

    Körfuboltalið KR hefur breyst talsvert mikið um jólahátíðina. Tveir Kanar sömdu við liðið fyrir skömmu og nú hefur tveggja metra Serbi samið við Íslandsmeistarana.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72

    Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni

    Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús Þór: Algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik

    Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var ískaldur þegar Keflavík tapaði 74-75 á móti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í gær. Magnús Þór skoraði 11 stig en níu þeirra komu á vítalínunni og hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grindvíkingar unnu Lengjubikarinn

    Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tvö heitustu liðin mætast í DHL-höllinni

    Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík mætast í DHL-höllinni í dag í úrslitaleik Lengjubikars karla en þau unnu undanúrslitaleiki sína í gærkvöldi. Grindavík vann 80-66 sigur á Þór en Keflavík vann 93-88 sigur á Snæfelli. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður einnig í beinni útsendingu á Sporttv.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur

    „Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas góður í því að fela púlið

    Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði eftirminnilega sigurkörfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar unnu í framlengingu í Hólminum

    Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn töpuðu óvænt í Ljónagryfjunni

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að sætta sig við óvænt sjö stiga tap, 105-98, á móti sínum gömlu félögum í Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Icdland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigri sínum með því að vinna þriðja leikhlutann 33-13 en Garðbæingar sóttu að þeim í lokin. Þetta var aðeins annað tap Stjörnumanna í Iceland Express deildinni en það sér til þess að Grindvíkingar halda fjögurra stiga forskoti á toppnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar aftur á sigurbraut í Iceland Express deildinni

    Þórsarar enduðu tveggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta með öruggum fjórtán stiga sigri á Fjölni, 82-68, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Nýliðar Þórs hafa þar með unnið 4 af fyrstu 7 leikjum sínum í deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bæði körfuboltalið KR-inga í krísu

    Meistaraflokkar KR í körfunni hafa ekki verið að gera góða hluti að undanförnu en karla- og kvennalið félagsins hafa bæði misst taktinn eftir annars mjög góða byrjun á tímabilinu. Nú er svo komið að sex af síðustu sjö leikjum KR-liðanna hafa tapast.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mögnuð tilþrif hjá Bullock

    Buffið J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, fór hamförum í DHL-höllinni í gær þegar Grindvíkingar niðurlægðu Íslandsmeistara KR á þeirra eigin heimavelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Það er allt vitlaust út af þessu

    Gríðarlegur munur er á félagaskiptagjaldi í stóru íþróttunum þremur. Á meðan það getur kostað hátt í hálfa milljón að fá mann að utan til Íslands í handboltanum er grunngjaldið í fótboltanum aðeins 2.000 kr. KKÍ er nýbúið að hækka gjaldið vegna útlendinga.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka

    Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur.

    Körfubolti