Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að senda inn kæru til aganefndar sambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Keflavíkur á mánudagskvöldið.
KR vann þá nauman sigur á Keflavík, 90-89, en um miðjan þriðja leikhluta fékk Brynjar Þór Björnsson, sem skoraði sigurkörfu KR, högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni.
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar, staðfesti í samtali við Vísi að nefndin hefði vísað málinu til aganefndar en Magnúsi var ekki refsað fyrir brotið í leiknum.
Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði við Vísi í gær að félagið ætlaði ekki að kæra atvikið en sagði að svona lagað ætti ekki að sjást á vellinum.
Magnús Þór birti í gær afsökunarbeiðni á heimasíðu Keflavíkur.
Dómaranefnd kærir Magnús Þór
Tengdar fréttir
Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband
"Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga
KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn.
KR-ingar kæra ekki | Dómaranefndin óákveðin
KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.
Magnús biður Brynjar afsökunar á olnbogaskotinu
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Keflavíkur í Dominos-deild karla í gær.