

Bónus-deild karla
Leikirnir

Haukar fá bakvörð frá Valsmönnum
Körfuboltamaðurinn Gunnar Ingi Harðarson hefur skipt um lið en ekki um lit því hann verður áfram í rauðu í vetur. Gunnar Ingi ætlar að spila Haukum í Domino´s deild karla 2019-20.

Lék á móti íslenska landsliðinu í Höllinni á dögunum og verður með ÍR í vetur
Silfurlið ÍR frá síðasta tímabili hefur bætt við sig svissneskum landsliðsmanni en Roberto Kovac hefur gert samning við Breiðholtsliðið.

Skrúfur frá ökklabroti árið 2014 gera Kristófer erfitt fyrir: Missir af fyrstu leikjunum og þarf mögulega í aðgerð
Lykilmaður KR verður frá í lengri tíma er Vesturbæjarliðið reynir að vinna sjöunda titilinn í röð.

Jón Arnór og Helgi Már ekki til Vals | Gera atlögu að sjöunda titlinum í röð
Tveir reynslumestu leikmenn KR hafa framlengt samninga sína við félagið.

Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR
Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda.

Valur reynir við fleiri KR-inga
Valsmenn hafa boðið bæði Jóni Arnóri Stefánssyni og Helga Má Magnússyni að leika með liðinu í Domino's deild karla næsta vetur. Þetta segir Fréttablaðið í dag.

Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára
Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag.

Stólarnir halda áfram að safna liði
Tindastóll heldur áfram að safna liði fyrir Dominos-deild karla í vetur en í gær var tilkynnt að félagið hafði samið við Slóvenann Sinisa Bilic.

Segja Pavel á leið til Vals
Sjöfaldi Íslandsmeistarinn Pavel Ermolinskij er orðaður við Val.

Rifti samningi sínum við Keflavík og vill komast út
Íslenski landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta.

Tomsick í Stjörnuna
Einn besti erlendi leikmaður Domino's deildar karla á síðasta ári verður áfram hér á landi í vetur en skiptir um félag. Stjarnan tilkynnti í dag að Nikolas Tomsick væri genginn til liðs við félagið.

Kristófer Acox gerir nýjan samning við KR
Kristófer Acox verður áfram hjá KR næstu tvö árin eftir að hafa gengið frá framlengingu á samningi sínum við Íslandsmeistarana.

Fyrrverandi stigakóngur Domino's deildarinnar til Hauka
Haukar eru búnir að finna sér bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil.

Ekkert til í því að Stjarnan sé að semja við Amin Stevens
Amin Stevens átti að vera á leiðinni til Stjörnunnar fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta samkvæmt kjaftasögum í íslenska körfuboltaheiminum en innanbúðarmenn í Garðabænum kannast ekkert við það.

Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum
Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla.

Collin farinn frá Stjörnunni
Landsliðsmaðurinn Collin Pryor hefur yfirgefið Stjörnuna.

Nýi leikmaður Stólanna er tveimur árum eldri en Hlynur Bærings og Jón Arnór
Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson hættu í vetur í íslenska landsliðinu vegna aldurs en þeir eru samt langt frá því að vera elstu leikmenn Domino´s deildar karla á næstu leiktíð.

Íslandsmeistararnir sækja sér kana í KR
Kiana Johnson hefur gert samning við Íslandsmeistara Vals um að spila með liðinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta á næsta tímabili.

Þórsarar búnir að finna mann í staðinn fyrir Rochford
Þór Þ. hefur samið við Bandaríkjamanninn Omar Sherman.

Engin Ljónagryfja á næsta tímabili
Njarðvíkingar munu leika í Njarðtaks-gryfjunni en ekki Ljónagryfjunni næstu tvö tímabil en körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Njarðtak/Íslenska gámafélagið undirrituðu nýjan samstarfssamning í gær.

Ingi Þór fær aðstoðarþjálfara frá Litháen
Íslandsmeistarar KR hafa gengið frá ráðningu á aðstoðarþjálfara meistaraflokks sem einnig mun þjálfa yngri flokka hjá Vesturbæingum.

Sigurður Gunnar búinn að semja við lið í Frakklandi
Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki spila með ÍR-ingum í Domino's deild karla í vetur en hann er búinn að semja við franska liðið BC Orchies.

Njarðvíkingar bæta við sig reyndum bakverði
Njarðvík hefur samið við Evaldas Zabas, 31 árs bakvörð, sem hefur komið víða við á ferlinum.

Arnór Hermannsson í ÍR
Körfuknattleikskappinn Arnór Hermannsson hefur fært sig um set og mun leika með ÍR í Dominos-deildinni í körfubolta á komandi leiktíð.

Hilmar Smári semur við Valencia
Semur við spænska stórliðið til tveggja ára.

Titilvörnin hefst gegn Grindavík
Búið er tilkynna leikjaniðurröðunina í Domino's deild karla í körfubolta.

Shouse tekur skóna af hillunni og spilar með Álftanesi í vetur
Stoðsendingahæsti leikmaður efstu deildar karla á Íslandi frá upphafi er búinn að semja við 1. deildarlið Álftaness.

Kristófer: Gott gigg að vera atvinnumaður á Íslandi
Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox segir að sér hafi leiðst í atvinnumennsku í Frakklandi og því hafi hann ákveðið að koma aftur heim í KR.

Kristófer Acox segist ekki vera spaði: „Ég er bara saklaus mömmustrákur“
Kristófer Acox var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af GYM, sem sýndir verða á Stöð 2 í sumar.

Spilar í Víetnam í sumar en mætir síðan í Ljónagryfjuna í haust
Bandaríkjamaðurinn Wayne Martin spilar með Njarðvíkurliðinu næsta vetur.