Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymond Depardon fara fram. Bíó og sjónvarp 29. apríl 2007 08:00
Spaugstofan kveður í bili með olíubaði og látum „Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2007 14:00
Nemar í skóla tímans Leikararnir góðkunnu Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason fagna 40 ára leikafmæli sínu um þessar mundir, en þau útskrifuðust bæði frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins í maí 1967 að loknu þriggja ára námi. Af þessu tilefni efna þau til leiklistardagskrár í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og flytja þar brot úr klassískum leikverkum eftir Shakespeare, Edward Albee og Halldór Laxness. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2007 13:00
Íslensk götulist í Englandi Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 09:30
Rúni Júl í Partílandið Rokkarinn Rúnar Júlíusson hefur fallist á að koma fram í Partílandinu, leikriti sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Rúnar verður einn fjölmargra gestaleikara sem koma fram í verkinu en þeir verða allir þjóðþekktir og koma fram sem þeir sjálfir. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 09:30
Flottar heimildarmyndir fyrir vestan „Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 09:00
Í þykjustuleik Adam Sandler leikur slökkviliðsmann sem þykist vera samkynhneigður í nýjustu kvikmynd sinni I Now Pronounce You Chuck and Larry. Í myndinni þykjast Sandler og Kevin James, sem leikur í þáttunum The King of Queens, vera par til að svíkja út bætur. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 08:00
Köngulóarmaðurinn mættur Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2007 07:30
Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2007 08:00
Producers kveður Söngleikurinn The Producers, sem er byggður á samnefndri kvikmynd Mel Brooks, hefur lokið göngu sinni á Broadway eftir rúmlega 2.500 sýningar. „Þetta hafa verið sex gleðileg ár og þið áhorfendur hafið staðið ykkur frábærlega í því að aðstoða okkur við þessa vel heppnuðu lokasýningu,“ sagði Mel Brooks. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2007 07:00
Grettir - tvær stjörnur Er ástæða til að rifja upp gamla íslenska söngleiki og setja á svið með ærnum tilkostnaði? Víða er það gert í öðrum löndum að gamaldags verk eru endurvakin, oft vegna tónlistarinnar sem kann að geyma sígild númer, ellegar þess að höfundum tal- og söngtexta hefur á sinni tíð tekist að næla tíðaranda, móð, í fléttuna. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2007 00:01
Horft inn um skráargatið Er hjónabandið hagkvæmnisráðstöfun, fyrirtæki eða loforð um skilyrðislausa ást? Elva Ósk Ólafsdóttir ræddi við blaðamann um hálan ís og heilmikinn þroska. Bíó og sjónvarp 20. apríl 2007 08:45
Gersemar gærdagsins, sýning Turak-leikhússins - fjórar stjörnur Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi. Bíó og sjónvarp 20. apríl 2007 00:01
Óvænt samstaða myndast innan leikarastéttarinnar „Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2007 14:30
FBI í jákvæðu ljósi hvíta tjaldsins Fáar stofnanir eru jafn samofnar bandarísku þjóðlífi og alríkislögreglan, FBI, og Hollywood hefur löngum hrifist af FBI þótt lítið sé um gagnrýni á hana. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2007 11:00
Dularfullar skepnur Kómedíuleikhúsið frumsýnir einleikinn Skrímsli í Baldurshaga á Bíldudal í dag. Mun þetta vera í annað sinn sem atvinnnuleikhús frumsýnir á Bíldudal, en áður hefur Kómedíuleikhúsið frumsýnt þar einleikinn um Mugg. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2007 11:00
Prófaður í hlutverk í næstu Harry Potter-mynd "Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári. Bíó og sjónvarp 17. apríl 2007 07:00
Vill fá hlutverk í Harry Potter „Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikari sem prófaður hefur verið fyrir hlutverk í sjöttu myndinni um Harry Potter. Sú heitir Harry Potter og Blendingsprinsinn og verður frumsýnd á næsta ári. Ekki fæst uppgefið um hvaða hlutverk er að ræða. Bíó og sjónvarp 17. apríl 2007 06:00
Portman kemur nakin fram Leikkonan Natalie Portman hefur fallist á að leika í kvikmyndinni Goya‘s Ghosts en ákvörðunin reyndist henni erfið þar eð hún þarf að fækka fötum í kvikmyndinni. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2007 10:30
Misráðin Simpson-talsetning „Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2007 10:15
Gersemar gærdagsins Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2007 09:30
Góðar myndir í boði í dag Annað eins framboð á fínum heimildarmyndum þekkist vart utan hátíða. Það er dagur heimildarmyndarinnar í dag. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2007 09:15
Er hægt að deila sársaukanum? Hálsfestin hennar Helenu er meira en skartgripur; hún er kannski myllusteinn, jafnvel lausnargjald. Harmurinn er þó að hálsfestin er týnd og eigandinn næstum týndari í framandi borg sem er full af sársauka. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2007 13:00
Dreymir um stóra vinninginn Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2007 11:00
Brynhildur líklega í Lordi-myndinni „Þetta var ein skemmtilegasta áheyrnarprufa sem ég hef verið með,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir hjá Reykjavík Casting en hún sá um að prófa leikkonur fyrir finnsk/íslensku hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu verður íslensk leikkona í aðalhlutverkinu en meðframleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2007 10:00
Ísland græðir þrjá milljarða á Hollywood Þau erlendu kvikmyndatökulið sem hafa dvalist hér á landi síðastliðin fimm ár hafa eytt fimmtíu milljónum bandaríkjadala sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety sem birtist í gær undir nafninu "Iceland's landscape brings big names“ eða Íslenskt landslag laðar að stóru nöfnin. Bíó og sjónvarp 13. apríl 2007 03:30
Fyrrum Playboy fyrirsæta í hlutverki Önnu Nicole Söng- og leikkonan, dansarinn og fyrrum Playboy fyrirsætan Willa Ford mun taka að sér hlutverk Önnu Nicole Smith í kvikmynd sem fjalla mun um ævi fyrirsætunnar heitinnar. Tökur á kvikmyndinni hefjast í næstu viku. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2007 13:26
Gamlar gersemar Kvikmyndasafn Íslands grefur upp gersemar úr sínum fórum og sýnir á næstu dögum nokkrar heimildarmyndir frá fornri tíð. Í kvöld og næstkomandi laugardag verðar sýndar myndir frá hnattflugi Nelsons og félaga hans sem komu við í Reykjavík árið 1924 og heimildarmynd um Ítalann Balbo sem flaug yfir Atlantshafið og drap niður fæti hér árið 1933. Bíó og sjónvarp 10. apríl 2007 11:30
Science of Sleep - fjórar stjörnur Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Bíó og sjónvarp 10. apríl 2007 00:01
Stórhátíð í bíóhúsum Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Bíó og sjónvarp 5. apríl 2007 10:30