Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Styrkir til uppsetninga hleðslustöðva

Samkvæmt frétt á vef FÍB hafa styrkir upp á 19,5 milljónir króna verið veittir úr styrktarsjóði Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Styrkir eru veittir húsfélögum fjöleignarhúsa sem hafa sett upp helðslustöðvar fyrir rafbíla.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Subaru Forester e-Boxer Hybrid

Nýr Subaru Forester með e-Boxer véltækni var kynntur hjá BL við Sævarhöfða um liðna helgi Forester er fyrsti bíll Subaru með þessari tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bensín boxervél og 12 hestafla rafmótor við 118V rafgeymi.

Bílar
Fréttamynd

Árið 2020 hjá Öskju

Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum.

Bílar
Fréttamynd

Rafbílasýning hjá Öskju

Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd.

Bílar
Fréttamynd

Fisker Ocean mun hafa feiknamikið afl

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan.

Bílar
Fréttamynd

Jörðin opnaðist undir rútu

Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti rafbíll Mini

BL við Sævarhöfða kynnti um helgina rafbílinn MINI Cooper SE sem er rafknúin útgáfa MINI Cooper S og fyrsti rafbíll framleiðandans.

Bílar
Fréttamynd

Trylltur Lamborghini til sölu

Venjulega væri sala á Lamborghini ekki fréttnæm. Þessi Lamborghini Espada frá 1968 sem er til sölu, þetta er enginn venjulegur Espada.

Bílar
Fréttamynd

Byltingarkenndur bíll frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz AVTR hefur verið kynntur til leiks, um er að ræða byltingakenndan hugmyndabíl frá þýska lúxusbílaframleiðandanum. Nafnið stendur fyrir Advanced Vehicle Transformation. Bíllinn lýsir framtíðarsýn Mercedes-Benz varðandi hönnun, aksturseiginleika og tækni.

Bílar
Fréttamynd

McLaren Speedtail skilar 1055 hestöflum

McLaren virðist kunna að tímasetja stóru kynningarnar. Þegar flestir voru á þeytingi að redda síðustu jólagjöfinni þá kynnti McLanre ótrúlegar niðurstöður prófana á McLaren Speedtail. Hann nær yfir 400 km/klst.

Bílar
Fréttamynd

Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður

Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi.

Erlent
Fréttamynd

Ferrari Purosangue gæti litið svona út

Ferrari hefur tilkynnt um að Ferrari Purosangue sé væntanlegur á götuna árið 2021. Hönnun bílsins byggir að miklu leyti á nýjasta bíl ítalska framleiðandans, Roma. LACO Design hefur gert tilraun til að setja saman líklegt útlit bílsins.

Bílar
Fréttamynd

Honda e forsýning

Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn.

Bílar
Fréttamynd

Fyrsti tyrkneski bíllinn kynntur og það er rafbíll

Tyrkland er ekki þekkt fyrir framleiðslu bíla. Nú hefur breyting orðið á. TOGG, Türkiye'nin Otomobili Grişim Grubu er fyrsti tyrkenski bíllinn. Hann var frumsýndur á viðburði í Tyrklandi á dögunum, meðal gesta var forseti Tyrklands Tayyip Erdoğan.

Bílar
Fréttamynd

Rivian sýnir skriðdrekasnúninginn

Eftir fjárfestingu upp á 1,3 milljarða Bandaríkjadala hefur Rivian, sem framleiðir rafknúna bíla, sent frá sér myndband sem sjá má í fréttinni.

Bílar
Fréttamynd

Lada Sport fær andlitslyftingu

Uppfærsla á Lödu Sport verður að teljast til stórtíðinda. Reyndar er ekki um stórar breytingar að ræða en þegar kemur að Lödu Sport eru allar breytingar fréttnæmar.

Bílar