Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. ágúst 2020 07:00 Model 3 var auglýst sem ódýrari fólksbíll en Tesla hafði áður framleitt. Nú stendur til að framleiða enn ódýrari bíla. Vísir/EPA Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak sem á að verða ódýrari og auka umsvif Tesla á heimsmarkaði. Eins hlaðbakurinn að vera andsvar við tilraunum eldri bílaframleiðenda til að keppa við Tesla samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Talið er líklegt að bíllinn verði fyrst og fremst miðaður að Evrópu. Þá er hann talinn líklegur til að vera endurhannaður Model 3 og að hann verði framleiddur í nýrri verksmiðju Telsa rétt utan við Berlín í Þýskalandi. Haft er eftir Musk af fundi með fjárfestum og greiningaraðilum að bílar framleiðandans verði að vera ódýrari. Elon Musk, stofnandi Tesla, bindur miklar vonir við Model 3-bíla fyrirtækisins.Getty/Troy Harvey „Það sem pirrar mig mest um þá stöðu sem við erum í í dag er að bílarnir okkar eru ekki nógu ódýrir. Við verðum að breyta því,“ sagði Musk á fundinum. Tesla hefur ekki gefið út neinar upplýsingar, til að halda spennu í kynningum framtíðarinnar. Musk hefur hins vegar sagt að „það væri rökrétt að álykta sem svo að við munum framleiða minni bíl af einhverri gerð og stærri bíl af einhverri gerð“. Cybertruck á ferð og flugi.Tesla Líklega er þó nokkuð í hlaðbaksútgáfu af Model 3, þar sem Tesla er að fara að hefja framleiðslu á vörubíl, Roadster sportbílnum og Cybertruck. Model 3 hlaðbakur er þó frekar mikilvægur fyrir Tesla til að keppa við Volkswagen ID 3 og Peugeot e-208 hlaðbakana. Vistvænir bílar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent
Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak sem á að verða ódýrari og auka umsvif Tesla á heimsmarkaði. Eins hlaðbakurinn að vera andsvar við tilraunum eldri bílaframleiðenda til að keppa við Tesla samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Talið er líklegt að bíllinn verði fyrst og fremst miðaður að Evrópu. Þá er hann talinn líklegur til að vera endurhannaður Model 3 og að hann verði framleiddur í nýrri verksmiðju Telsa rétt utan við Berlín í Þýskalandi. Haft er eftir Musk af fundi með fjárfestum og greiningaraðilum að bílar framleiðandans verði að vera ódýrari. Elon Musk, stofnandi Tesla, bindur miklar vonir við Model 3-bíla fyrirtækisins.Getty/Troy Harvey „Það sem pirrar mig mest um þá stöðu sem við erum í í dag er að bílarnir okkar eru ekki nógu ódýrir. Við verðum að breyta því,“ sagði Musk á fundinum. Tesla hefur ekki gefið út neinar upplýsingar, til að halda spennu í kynningum framtíðarinnar. Musk hefur hins vegar sagt að „það væri rökrétt að álykta sem svo að við munum framleiða minni bíl af einhverri gerð og stærri bíl af einhverri gerð“. Cybertruck á ferð og flugi.Tesla Líklega er þó nokkuð í hlaðbaksútgáfu af Model 3, þar sem Tesla er að fara að hefja framleiðslu á vörubíl, Roadster sportbílnum og Cybertruck. Model 3 hlaðbakur er þó frekar mikilvægur fyrir Tesla til að keppa við Volkswagen ID 3 og Peugeot e-208 hlaðbakana.
Vistvænir bílar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent