Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

BMW iX - Sannur BMW

BMW iX er stærsti rafdrifni bíllinn frá BMW hingað til. Um er að ræða fimm manna rafjeppling, þar sem mikið hefur verið lagt upp úr upplifun við hönnun. Upplifunin er BMW út í gegn, sem er áhugavert.

Bílar
Fréttamynd

Kia efst áttunda árið í röð hjá J.D. Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun banda­ríska grei­ning­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power yfir bílaframleiðendur. Þetta er áttunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power í flokki bíla sem teljast magnsölubílar. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Kia er í fyrsta sæti yfir öll bílmerki, ekki einungis magnsöluframleiðendur og því er sannarlega um tímamót að ræða.

Bílar
Fréttamynd

Genesis GV60 með drift- og innskotsstillingu

Genesis er lúxus útgáfa af Hyundai bílum, svipað og Lexus er hjá Toyota. Genesis miðar frekar á BMW og Audi á meðan Hyundai miðar á aðra keppinauta. Genesis bifreiðar hafa nánast eingöngu verið fáanlegar í Bandaríkjunum. Nú stefnir í að breyting verði þar á, Evrópa er á planinu.

Bílar
Fréttamynd

Dacia Duster nálgast tvær milljónir framleiddar

Fljótlega á þessu ári verða þau tímamót í sögu Dacia Duster að tveggja milljónasta eintakinu verður ekið af færibandi bílaverksmiðjunnar í Mioveni í Rúmeníu. Framleiðsla bílsins hófst árið 2010.

Bílar
Fréttamynd

Nýja bílasölusvæðið K7 opnar formlega

Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Hyundai notaðir bílar, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru búin að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á milli Hestháls 15 og Krókháls 7 í Reykjavík og munu opna það formlega í dag, laugardag. Nýja bílasölusvæðið, sem ber heitið K7 með tilvísun í Krókháls 7, er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð. Það var sérstaklega skipulagt fyrir bílasölurnar fjórar og rúmar alls um 800 bíla.

Bílar
Fréttamynd

Fljúgandi rafbíllinn Jetson One

Jetson One er eins manns flugbíll sem er hannaður til að minna á kappakstursbíl. Bíllinn er framleiddur af sænska fyrirtækinu Jetson. Hann var fyrst kynntur í október í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Subaru Outback fékk hæstu einkunn Euro NCAP

Aðstoðarkerfi Subaru Outback fékk hæstu meðaleinkunn hjá Euro NCAP, fimm stjörnur fyrir framúrskarandi öryggi og afköst. Euro NCAP, er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu. Úttektin á aðstoðarbúnaði fólksbílaframleiðenda fór fram á árunum 2020 og 2021.

Bílar
Fréttamynd

Ford Mustang Mach-E - Stendur undir nafni

Ford Mustang Mach-E er fimm manna rafjepplingur frá Ford. Hann er hugsaður sem rafútgáfa af hinum goðsagnakennda Ford Mustang. Sem vissulega er þó ekki jepplingur. Mach-E hefur ansi stóra skó að fylla til að réttlæta nafnið.

Bílar
Fréttamynd

Fækkum bílum

Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn.

Skoðun
Fréttamynd

Toyota með flestar nýskráningar í janúar

Toyota nýskráði 129 ný ökutæki á fyrsta mánuði ársins. Þar af voru 109 fólksbifreiðar og 20 sendibifreiðar. Land Cruiser var mest selda undirtegundin með 35 eintök seld. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010.

Innlent
Fréttamynd

Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar

Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lotus og Britishvolt í samstarf

Lotus sendi nýlega frá sér skissu af væntanlegum rafbíl frá framleiðandanum. Bíllinn er væntanlegur árið 2026 og mun bera nafnið Type 135. Lotus og Britishvolt hafa hafið samstarf um að smíða nýstárlega drifrafhlöðu í Lotus sportbíla.

Bílar
Fréttamynd

Stóra bíla­salan braut lög

Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað

Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins.

Bílar
Fréttamynd

MG þrefaldaði söluna í Evrópu

Mikill vöxtur var í starfsemi sölu- og markaðsmála bílaframleiðandans MG í Evrópu á síðasta ári, þar sem þreföldun varð í bíla miðað við 2020 og 67% fjölgun á sölu- og þjónustuumboðum. Sambærilegur vöxtur var í sölu MG hér á landi, þar sem 200 bílar voru nýskráðir samanborið við 62 árið 2020.

Bílar
Fréttamynd

Sjóvá riftir samningi við FÍB

Samkvæmt frétt á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) frá því á föstudag hefur tryggingafélagið Sjóvá rift samningi sínum við FÍB. Í fréttinni er talað um að riftunin komi einungis „nokkrum vikum eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir milljarða króna greiðslur til hluthafa.“

Bílar
Fréttamynd

Vinsældir Kia aukast enn í Evrópu

Kia náði hæstu markaðshlutdeild sinni í Evrópu á síðasta ári eða 4,3%. Kia bætti þar með enn árangur sinn á evrópskum mörkuðum frá árinu áður en bílaframleiðandinn var með 3,5% markaðshlutdeild í Evrópu árið 2020. Kia seldi alls 502.677 nýja bíla í Evrópu á síðasta ári sem er aukning um 20,6% frá árinu áður.

Bílar
Fréttamynd

BMW hættir að framleiða V12 vélar

Síðasta V12 vélin verður sett í M760i sem eingöngu verður fáanlegur í Bandaríkjunum. Framleiðslu bílsins verður hætt seinna á árinu. Þar með lýkur sögu nýrra 12 sílendra BMW véla.

Bílar
Fréttamynd

Valentino Rossi ætlar að keppa á fjórum hjólum

MotoGP goðsögnin Valentino Rossi hætti keppni í mótorhjólakappakstri í lok síðasta árs. Á glæstum mótorhjólaferli varð Rossi sjöfaldur heimsmeistari, vann 89 keppnir og var 199 sinnum á verðlaunapalli. Hann hefur nú skráð sig í sportbílakappakstursmótaröð með WRT liðinu á þessu ári í GT3 flokki.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen íhugar skráningu rafhlöðueiningar á markað

Volkswagen ætlar að koma allri rafhlöðuframleiðslu sinni í eitt evrópskt rafhlöðufyrirtæki. Því verður ætlað að framleiða rafhlöður í sex verksmiðjum fyrir lok 2030. Þar sem útkoman eru um 240GWh á ári. Stjórnarmaður félagsins hefur þegar sagt að hugsanlega verði utanaðkomandi gert kleift að fjárfesta í félaginu.

Bílar