Umfjöllun: Valskonur í úrslit fjórða árið í röð Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum en þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 21:08
Fylkir og Afturelding geta komist í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn Undanúrslitaleikirnir í Valitor bikar kvenna í knattspyrnu fara fram í kvöld. Á Fylkisvelli mætast Fylkir og KR og á Varmárvelli leika Afturelding og Valur. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 en í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum sem fer fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst næstkomandi. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 16:15
Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 20. júlí 2011 08:00
Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Íslenski boltinn 19. júlí 2011 21:08
Harpa aftur heim í Stjörnuna: Fótboltinn er bara fíkn Landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir er búin að klæða sig í takkaskóna að nýju eftir að hafa eignast Steinar Karl fyrir aðeins þremur mánuðum. Harpa ákvað að snúa aftur heim í Stjörnuna en hún hefur verið í Breiðabliki síðustu þrjú sumur. Íslenski boltinn 19. júlí 2011 07:00
Harpa og Edda María komnar aftur heim Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðstyrk fyrir seinni umferðina því liðið hefur endurheimt tvo fyrrum liðsmenn sína, Hörpu Þorsteinsdóttur frá Breiðabliki og Eddu Maríu Birgisdóttur frá ÍBV. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net. Íslenski boltinn 18. júlí 2011 15:45
Ashley Bares besti leikmaður fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna Í hádeginu voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-9 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Ashely Bares úr Stjörnunni var valinn besti leikmaðurinn og Jón Ólafur Daníelsson þjálfari Eyjastúlkna besti þjálfarinn. Íslenski boltinn 15. júlí 2011 14:00
Þór/KA lagði KR í Vesturbænum Þór/KA gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og lagði KR með tveimur mörkum gegn einu. Slóveninn Mateja Zver var á skotskónum í dag en hún skoraði bæði mörk Akureyringa. Íslenski boltinn 10. júlí 2011 18:07
Anna Björg sá um ÍBV í 2-0 sigri Fylkis Heil umferð fór fram í Pepsideild kvenna í fótbolta í kvöld þar sem að 2-0 sigur Fylkis gegn ÍBV bar hæst gegn. Valur heldur áfram sigurgöngu sinni í deildinni með 3-1 sigri gegn KR. Á Akureyri voru skoruð sex mörk þar sem Þór/KA lagði Þrótt 4-2. Breiðablik vann sinn fyrsta leik undir stjórn Ólafs Brynjólfssonar sem tók við þjálfun liðsins nýverið en Blikar lögðu Aftureldingu á útivelli 3-0. Stjarnan sýndi styrk sinn með 3-1 sigri gegn botnliði Grindavíkur. Íslenski boltinn 5. júlí 2011 21:43
Afturelding í undanúrslit eftir bráðabana Það var ótrúleg spenna þegar ÍBV tók á móti Aftureldingu í átta liða úrslitum Valitors-bikars kvenna. Úrslit fengust ekki fyrr en í bráðabana eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Afturelding hafði betur að lokum. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 19:02
Jóhannes Karl og Vanda láta af störfum hjá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir stundu þess efnis að Jóhannesi Karli Sigursteinssyni aðalþjálfara og Vöndu Sigurgeirsdóttur aðstoðarþjálfara hefði verið sagt upp störfum hjá meistaraflokki félagsins. Íslenski boltinn 29. júní 2011 19:07
Rakel: Vissi að við myndum fá fleiri færi Rakel Hönnudóttir leikmaður Þórs/KA var ánægð með 4-2 sigur síns liðs á Blikum í dag. Hún sagði baráttuna hafa skilað sér. Íslenski boltinn 28. júní 2011 23:40
Fanndís: Leiðinlegt að fá á sig svona aulamark Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir 4-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Fanndís skoraði tvö mörk í leiknum en þau dugðu skammt. Íslenski boltinn 28. júní 2011 23:37
Fylkir vann KR - ÍBV marði Grindavík Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Helst bar til tíðinda sigur Fylkis á KR í sex stiga leik í Vesturbænum. Þá lenti ÍBV í basli með Grindavík en hafði að lokum sigur. Íslenski boltinn 28. júní 2011 22:32
Frábær sigur hjá Þór/KA gegn Breiðablik í markaleik Þór/KA gerði góða ferð í Kópavoginn í dag og náði í þrjú stig með 4-2 sigri á Blikum. Akureyringar voru marki undir þegar hálftími lifði leiks en gáfust ekki upp. Stelpurnar að norðan skoruðu þrjú mörk á tæpum fimmtán mínútum og tryggðu sér sigur í opnum og skemmtilegum leik. Íslenski boltinn 28. júní 2011 19:27
Þorlákur: Aldrei hægt að afskrifa okkur Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður með góðan sigur liðs síns á ÍBV í kvöld, 2-1, í hörkuleika á gervigrasinu í Garðabæ. Íslenski boltinn 23. júní 2011 22:14
Jón Ólafur: Skelfileg varnarmistök Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV var að vonum vonsvikinn eftir tap stelpna sinna fyrir Stjörnunni í Garðabæ 2-1 í kvöld en liðið fékk á sig mark í fyrsta sinn í sumar í kvöld. „Það var vitað mál að það kæmi að því,“ sagði Jón Ólafur en hann var alls ekki sáttur við varnarleikinn í mörkunum sem Stjarnan skoraði. Íslenski boltinn 23. júní 2011 22:13
Pepsi-deild kvenna: Bares sigraðist á Birnu Stjarnan sigraði ÍBV 2-1 á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld og varð þar með fyrsta liðið til að sigra og skora hjá ÍBV í sumar en með sigrinum komst Stjarnan upp fyrir ÍBV og í annað sæti Pepsí deildar kvenna. Íslenski boltinn 23. júní 2011 22:10
Þorlákur: Gott fyrir keppnina Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað fá auðveldari andstæðing í 8-liða úrslitum Valitors-bikar kvenna en dregið var í hádeginu í dag. Íslenski boltinn 22. júní 2011 17:30
Stjarnan og Valur mætast í Valitor-bikar kvenna Dregið var í fjórðungsúrslit Valitors-bikarkeppni kvenna í hádeginu í dag en stórleikur umferðarinnar verður viðureign Stjörnunnar og Vals. Íslenski boltinn 22. júní 2011 12:23
Valskonur slógu Blika út úr bikarnum þriðja árið í röð - myndir Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í bikarnum í gær þegar þær unnu 1-0 sigur á Breiðabliki í leik liðanna í 16 liða úrslitum Valitor-bikars kvenna á Kópavogsvellinum. Íslenski boltinn 20. júní 2011 08:45
Kristín Ýr hetja Valskvenna - Grindavík, FH og KR líka áfram Valskonur slógu Breiðablik út úr bikarnum þriðja árið í röð með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum Valitor-bikars kvenna sem fram fór á Kópavogsvellinum í dag. Grindavík, FH og KR komust einnig áfram í átta liða úrslitin í dag. Íslenski boltinn 19. júní 2011 18:15
Kristín Ýr með þrennu fyrir Val sem komst upp að hlið ÍBV Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem unnu 4-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan, Breiðablik vann sinn annan leik í röð og Þróttarakonur fögnuðu sínum fyrsta sigri í sumar. Íslenski boltinn 15. júní 2011 21:35
Birna Berg varði víti og ÍBV heldur enn hreinu Hin 17 ára gamli markvörður ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, heldur enn marki sínu hreinu í Pepsi-deild kvenna en ÍBV tapaði engu að síðustu fyrstu stigum sínum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KR á KR-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 15. júní 2011 20:06
Þór/KA stelpurnar bjóða upp áritaða íþróttatoppa sína Sex leikmenn Pepsi-deildarliðs Þórs/KA hafa ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með sérstökum hætti. Þær ætla að gefa áritaða íþróttatoppa sína sem síðan verða svo seldir á uppboði síðar í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara. Íslenski boltinn 15. júní 2011 16:45
Dagný: Það hefur verið erfitt að púsla miðjunni saman án Dóru og Kötu Dagný Brynjarsdóttir átti frábæran leik á miðju Vals í 6-1 sigri á Þór/KA í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta og skoraði tvö lagleg mörk í leiknum. Hún var líka ánægð í leikslok. Íslenski boltinn 9. júní 2011 21:28
Hallbera og Dagný báðar með tvennu í 6-1 sigri Vals á Þór/KA Íslandsmeistarar Vals voru í miklum ham á móti Þór/KA í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þær unnu leikinn 6-1 og skoruðu tveimur fleiri mörk í kvöld en í fyrstu þremur umferðunum. Með sigrinum komust Valskonur upp fyrir Stjörnuna og í annað sæti deildarinnar en nýliðar ÍBV eru með tveggja stiga forskot á toppnum. Íslenski boltinn 9. júní 2011 21:04
Stjörnustelpurnar tapa ekki á teppinu - myndir Kvennalið Stjörnunnar hélt áfram sigurgöngu sinni á gervigrasinu í Garðabæ í gær með því að vinna 2-1 sigur á KR í 4. umferð Pepsi-deild kvenna. Stjarnan komst upp í annað sætið með þessum sigri. Íslenski boltinn 9. júní 2011 08:30
Stjörnustúlkur aftur á sigurbraut - fyrsti sigur Fylkis Stjarnan komst upp í annað sætið í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á KR á gervigrasinu í Garðabæ en Stjörnukonur eru búnar að vinna alla þrjá leiki sína á teppinu í sumar. Valur getur náð öðru sætinu á ný með sigri á Þór/KA á morgun. Íslenski boltinn 8. júní 2011 21:16
Greta Mjöll með þrennu í Grindavík Greta Mjöll Samúelsdóttir fór heldur betur í gang í Grindavík í kvöld þegar Breiðablikskonur unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik vann 5-1 sigur í Grindavík þar sem Greta Mjöll skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 8. júní 2011 21:12