Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Breytingar á keppnum UEFA gætu skilað íslensku félögunum meiri pening

    Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, telur breytingarnar geta leitt af sér meiri tekjumöguleika fyrir íslensk félög.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Glenn í Árbæinn

    Jonathan Glenn er genginn í raðir Fylkis og mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar, en samningurinn er til tveggja ára.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Óli Kristjáns hefur ekki áhyggjur af varnarleik FH

    Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur ekki áhyggjur af varnarleik FH, en hann tók við stjórnartaumunum í vetur af Heimi Guðjónssyni. FH hefur verið að leka mörkum á undirbúningstímabilinu, en varnarlínan frá því í fyrra er farin eins og hún leggur sig.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stórkostlegt gáleysi FH-ingsins staðfest af Hæstarétti

    Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH "fimmu“ úr stúkunni.

    Innlent