
Átakalínur þjóðfélagsins
Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum.