
Línudans lobbýismans
Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum.