Átakalínur þjóðfélagsins 16. nóvember 2012 06:00 Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum. Ein skýr átakalína er til að mynda á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Það er augljóst að fæstir höfuðborgarbúar hafa nokkra hugmynd um verðmætin sem búa í hinum dreifðu byggðum landsins. Kaffihúsaspekingarnir í póstnúmeri 101 hafa enda hvorki migið í saltan sjó né mokað flór. Svo ekki sé talað um landsbyggðarpakkið sem vill bora göng í öll fjöll og trúir því að það sé bara hagkvæmt að niðurgreiða landbúnað um fleiri milljarða á ári! Hagsmunir þessara hópa rekast á og það er afneitun að láta eins og fleira sameini þá en sundri. Jafnvel skýrari átakalína er milli kynslóða á Íslandi. Við höfum drakúla-kynslóðina sem stal sparifé foreldra sinna og lifði hátt á kostnað afkomendanna sem nú sitja í skuldasúpu. Kynslóð sem berst nú með kjafti og klóm gegn sanngjörnum hugmyndum um afskriftir stökkbreyttra lána. Var við öðru að búast? Við höfum einnig sjálfhverfu kynslóðina sem hefur sett fram þá freklegu kröfu að aðrir landsmenn borgi skuldirnar frá eyðslufylleríi hrunsáranna. Loks höfum við klámkynslóðina, sem ég tilheyri, sem virðist ætla að kasta fyrir róða öllum þeim gildum sem hingað til hafa verið talin góð og gild. Það er réttara að tala um stríð milli kynslóðanna en átök. Loks er þjóðin klofin í herðar niður eftir aðdáun á erlendum knattspyrnuliðum. Ætlast einhver til þess að United- og Liverpool-menn lifi bara í sátt og samlyndi? Það búa fleiri en ein þjóð í þessu landi. Enda kannski ekki skrítið, hér búa 320.000 manns. Það er mikill fjöldi og einfaldlega eðlilegt að í svo stórum hópi myndist átakalínur. Það er ekki eins og saga, menning, tunga, gildi, einkenni og handboltalið þjóðarinnar nægi til að bera klæði á vopnin. Þar fyrir utan eru átök ekki endilega af hinu slæma. Eins og Hegel benti á geta átök einmitt leitt af sér samstöðu. Þess vegna eigum við ekki að syrgja þá staðreynd að á Íslandi geisar stríð. Við eigum þvert á móti að taka til vopna og berjast fyrir eigin hagsmunum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum. Ein skýr átakalína er til að mynda á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Það er augljóst að fæstir höfuðborgarbúar hafa nokkra hugmynd um verðmætin sem búa í hinum dreifðu byggðum landsins. Kaffihúsaspekingarnir í póstnúmeri 101 hafa enda hvorki migið í saltan sjó né mokað flór. Svo ekki sé talað um landsbyggðarpakkið sem vill bora göng í öll fjöll og trúir því að það sé bara hagkvæmt að niðurgreiða landbúnað um fleiri milljarða á ári! Hagsmunir þessara hópa rekast á og það er afneitun að láta eins og fleira sameini þá en sundri. Jafnvel skýrari átakalína er milli kynslóða á Íslandi. Við höfum drakúla-kynslóðina sem stal sparifé foreldra sinna og lifði hátt á kostnað afkomendanna sem nú sitja í skuldasúpu. Kynslóð sem berst nú með kjafti og klóm gegn sanngjörnum hugmyndum um afskriftir stökkbreyttra lána. Var við öðru að búast? Við höfum einnig sjálfhverfu kynslóðina sem hefur sett fram þá freklegu kröfu að aðrir landsmenn borgi skuldirnar frá eyðslufylleríi hrunsáranna. Loks höfum við klámkynslóðina, sem ég tilheyri, sem virðist ætla að kasta fyrir róða öllum þeim gildum sem hingað til hafa verið talin góð og gild. Það er réttara að tala um stríð milli kynslóðanna en átök. Loks er þjóðin klofin í herðar niður eftir aðdáun á erlendum knattspyrnuliðum. Ætlast einhver til þess að United- og Liverpool-menn lifi bara í sátt og samlyndi? Það búa fleiri en ein þjóð í þessu landi. Enda kannski ekki skrítið, hér búa 320.000 manns. Það er mikill fjöldi og einfaldlega eðlilegt að í svo stórum hópi myndist átakalínur. Það er ekki eins og saga, menning, tunga, gildi, einkenni og handboltalið þjóðarinnar nægi til að bera klæði á vopnin. Þar fyrir utan eru átök ekki endilega af hinu slæma. Eins og Hegel benti á geta átök einmitt leitt af sér samstöðu. Þess vegna eigum við ekki að syrgja þá staðreynd að á Íslandi geisar stríð. Við eigum þvert á móti að taka til vopna og berjast fyrir eigin hagsmunum!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun