
Er þetta þess virði?
Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af hruninu þá er það að þeir sem sýsla með annarra manna fjármuni ættu koma fram við þá af meiri virðingu.
Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af hruninu þá er það að þeir sem sýsla með annarra manna fjármuni ættu koma fram við þá af meiri virðingu.
Ég lærði leiklist úti í Danmörku. Fjögur ár af ævi minni fóru í nám sem ég hefði aldrei getað ímyndað að myndi reynast mér svona vel í lífinu.
Hafið þið heyrt um Y-kynslóðina, aldamótakrakkana sem slitu barnsskónum í kringum 2000? Ég tilheyri henni víst sjálfur því samkvæmt ýtrustu skilgreiningum er nóg að vera fæddur eftir 1980.
Ég opna sjaldan myndbönd sem fólk er að deila á Facebook. Nenni því ekki. Geri það þó stundum, ef ég held að þau séu sniðug, eða áhugaverð. Opnaði eitt um daginn.
Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni.
Ég hef ekki stundað spilavíti en ég ímynda mér að ef ég væri í Las Vegas væri það þannig að ég gengi að afgreiðslunni og skipti á dollurunum mínum fyrir spilapeninga.
Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga.
Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum
Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu á laugardag. Hátíðin var með sama sniði og í fyrra og voru alls átta hönnuðir sem frumsýndu haustlínur sínar fyrir þetta ár.
Mánudagur hefur löngum verið talinn erfiðasti dagur vikunnar. Þennan vafasama heiður má líklega rekja til þess að flestir snúa þá aftur til vinnu og standa frammi fyrir vinnuvikunni; fimm heilum vinnudögum. Síðan þegar nær dregur helgi fer lund fólks að lyftast með von um skemmtilegri tíma – eins langt frá vinnustaðnum og mögulegt er.
Stærstu stjórnmálaflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri grænir, mynda "fjórflokkinn“. "The Big Four“ vísar síðan til fjögurra þungarokkshljómsveita sem slógu í gegn upp úr 1980; Slayer, Anthrax, Metallica og Megadeth.
Ég æfði aldrei íþróttir þegar ég var yngri. Mér bauð eiginlega við þeim.
Hvað eyðir meðalmaður miklu í tískufatnað á ári? 100 þúsund kalli? 200 þúsund kalli? 500 þúsund kalli? Við erum með tísku á heilanum. Allir að reyna að tolla í tískunni, kaupa flott föt, vera með flott hár. Svo skiptir máli að geyma flottu hlutina sína í
Ég er smám saman að átta mig á því að ég eldist. Uppgötvunin er hægfara, líklega talsvert hægari en öldrun mín. Að mínu mati er það þó merki um þroska en ekki elli að ég hafi óskað eftir Birkenstock-inniskóm, tekatli og heilsukodda í afmælisgjöf.
Ég lenti í því um daginn að þurfa að hafa samband við risafyrirtækið Apple. Að reyna að ná sambandi við slíkan risa gerir manni fullkomlega ljóst hversu lítill maður er í samhengi veraldarinnar.
Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir.
Charles Barkley var hetjan mín þegar ég var lítill strákur á Selfossi. Ég spilaði körfubolta, lét snoða á mér höfuðið, keypti bolina hans og setti Phoenix Suns-derhúfu á hausinn, þrátt fyrir að vera augljóslega með allt of lágt enni til að bera slíka húfu sómasamlega.
Fólk tók sveig fram hjá manninum. Hann lá þarna og svaf upp við vegg og þeir sem komu fyrir hornið máttu vara sig á að detta ekki um lappirnar á honum. Sumum brá við og hrukku til hliðar en héldu þó ferð sinni áfram. Störðu kannski í forundran á manninn enda undarlegur svefnstaður, Austurstrætið.
Framhaldsskólakennarar hófu í gær verkfall þar sem ekki hafði náðst að semja um kjör þeirra. Báðir foreldrar mínir eru kennarar og hafa starfað sem slíkir í yfir þrjá áratugi. Á þeim tíma hafa þeir farið nokkrum sinnum í verkfall.
Þetta var óvenju annasöm helgi hjá mér í samanburði við aðrar helgar. Ég er nefnilega einn af þeim sem kunna ákaflega vel við að vera einir og gera ekki neitt sérstakt.
Um daginn sat ég í sófanum með dóttur minni. Við lékum okkur í tölvuleik sem gengur út á það að klæða brúðhjón í mannsæmandi föt fyrir stóra daginn.
Eitt hef ég lært. Mannskepnan býr yfir mikilli þrá eftir vitneskju. Það er óumdeild staðreynd hvar sem maður kemur niður. Það nægir að skoða könnunarsögu veraldarinnar. Allir heimsins krókar og kimar hafa verið kortlagðir og menn voru búnir að því löngu áður en hægt var að taka myndir úr flugvélum eða gervihnöttum.
Það er óþægilega mikið að gera hjá mér um þessar mundir. Þetta er auðvitað sjálfskaparvíti, ég tek að mér allt sem mér dettur í hug, bý mér til verkefni þess á milli, fresta svo öllu fram á síðustu stundu og skil svo ekkert í stressinu.
Ánþess að blikna hafði ég dottið ofan í hina kynjaskiptu litafræðigryfju. Blátt fyrir stráka og bleikt fyrir stelpur. Gryfjuna sem ég hef mjög meðvitað reynt að forðast á mínum sex ára ferli sem foreldri. Ég veit ekki hvers vegna mér fannst allt í einu ekki við hæfi að drengurinn fengi galla í rauðum lit.
Oj, af hverju ferðu í jóga, er það ekki ógeðslega leiðinlegt? spurði vinkona mín sem er meira fyrir að klifra í köðlum og leika eftir hegðunarmynstri apa undir dúndrandi takti Eye of the Tiger. Ég, undir stjórn míns þrautþjálfaða jóga-hugar, sá mér ekki fært að ergjast yfir þessum fordómafullu spurningum, heldur lagði ég hönd mína á enni hennar og sendi endurnærandi strauma langt ofan í orkustöðvar.
Einu sinni var gaman að fljúga. Fínu ferðafötin voru valin af kostgæfni og það var sameiginlegt blik í augum samferðafólksins sem vitnaði um að við værum öll svolítið töff á leiðinni út í heim. Ekki lengur.
Í gegnum árin hef ég staðið mig að því að öfunda annað fólk fyrir það sem það hefur fram yfir mig. Meiri námsgetu, glæsilegra útlit, hærri laun, flottari kærustu, meira sjálfsöryggi eða meiri fimi á dansgólfinu.