Er þetta þess virði? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2014 11:00 Skýrslan um sparisjóðina komin út. Hún kostaði skattgreiðendur 607 milljónir. Ólíkt rannsóknarnefnd Alþingis á falli bankana eru litlar sem engar ályktanir dregnar. Lítil sem engin greining, engar afdráttarlausar niðurstöður. Gríðarlega mikið samt af sögu sparisjóðanna aftur til ársins 1778 þegar fyrsti sjóðurinn var stofnaður í Þýskalandi. Það eina sem hægt er að segja að hafi komið úr þessari vinnu er að 21 mál var sent til Ríkissaksóknara til frekari rannsóknar. Þetta er svipuð niðurstaða og fékkst út úr rannsóknarnefnd um Íbúðarlánasjóð. Hún kostaði eitthvað um 250 milljónir og olli töluverðu fjaðrafoki sökum slælegra vinnubragða skýrsluhöfunda. Skýrslan um íbúðarlánasjóð vakti athygli í nokkra daga. Síðan hefur engin minnst á hana. Það sama verður líklega upp á teningnum með skýrsluna um sparisjóðina. Á tímum niðurskurðar veltir maður fyrir sér hvort þessar skýrslur séu þess virði. Eru þær eingöngu að svala hefndarþorsta okkar eða munu þær stuðla að bættu samfélagi? Auðvitað eigum við að draga lærdóm af hruninu - reyna að koma í veg fyrir þá vargöld sem ríkti í viðskiptalífinu í aðdraganda þess. Auðvitað. Eitt af því sem einkenndi viðskiptalífið fyrir hrun var ótrúlegt virðingaleysi fyrir fjármunum sem í fæstum tilvikum voru í eigu viðskiptamannanna sjálfra. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af hruninu þá er það að þeir sem sýsla með annarra manna fjármuni ættu koma fram við þá af meiri virðingu. Það á líka við um stjórnmálamenn. Tæplega milljarður af peningum skattborgarana í tvær einskins nýtar skýrslur er ekki gott dæmi um það. Hafa menn ekkert lært? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skýrslan um sparisjóðina komin út. Hún kostaði skattgreiðendur 607 milljónir. Ólíkt rannsóknarnefnd Alþingis á falli bankana eru litlar sem engar ályktanir dregnar. Lítil sem engin greining, engar afdráttarlausar niðurstöður. Gríðarlega mikið samt af sögu sparisjóðanna aftur til ársins 1778 þegar fyrsti sjóðurinn var stofnaður í Þýskalandi. Það eina sem hægt er að segja að hafi komið úr þessari vinnu er að 21 mál var sent til Ríkissaksóknara til frekari rannsóknar. Þetta er svipuð niðurstaða og fékkst út úr rannsóknarnefnd um Íbúðarlánasjóð. Hún kostaði eitthvað um 250 milljónir og olli töluverðu fjaðrafoki sökum slælegra vinnubragða skýrsluhöfunda. Skýrslan um íbúðarlánasjóð vakti athygli í nokkra daga. Síðan hefur engin minnst á hana. Það sama verður líklega upp á teningnum með skýrsluna um sparisjóðina. Á tímum niðurskurðar veltir maður fyrir sér hvort þessar skýrslur séu þess virði. Eru þær eingöngu að svala hefndarþorsta okkar eða munu þær stuðla að bættu samfélagi? Auðvitað eigum við að draga lærdóm af hruninu - reyna að koma í veg fyrir þá vargöld sem ríkti í viðskiptalífinu í aðdraganda þess. Auðvitað. Eitt af því sem einkenndi viðskiptalífið fyrir hrun var ótrúlegt virðingaleysi fyrir fjármunum sem í fæstum tilvikum voru í eigu viðskiptamannanna sjálfra. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af hruninu þá er það að þeir sem sýsla með annarra manna fjármuni ættu koma fram við þá af meiri virðingu. Það á líka við um stjórnmálamenn. Tæplega milljarður af peningum skattborgarana í tvær einskins nýtar skýrslur er ekki gott dæmi um það. Hafa menn ekkert lært?
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun