Tækifærin í mansali Atli Fannar Bjarkason skrifar 3. apríl 2014 07:00 Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum og að kosningarnar hafi farið fram um vor. FrambjóðendumFramsóknarflokksins varð tíðrætt um hrægammana sem rifu í sig kröfur föllnu bankanna í von um að hagnast gríðarlega. Með öðrum orðum sáu erlendir vogunarsjóðir tækifæri í hruninu á Íslandi – tækifæri sem þeir ákváðu að nýta. Við gætum talað um að grípa gæsir í þessu samhengi, ef við værum í stuði fyrir fuglalíkingar. Hrægammareru reyndar misskildir fuglar og nauðsynlegur hlekkur í hringrás lífsins. Líking framsóknarmanna var því afar ósanngjörn í þeirra garð. En það er spurning hvort er verra; að vera hrægammur eða hræsnari því forsætisráðherra sparaði ekki lýsingarorðin á dögunum þegar hann lýsti tækifærunum sem felast í hlýnun jarðar. Þaðer óþarfi að fjölyrða um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á heiminum vegna hlýnunar á næstu árum í formi þurrka, flóða, uppskerubrests og hungursneyðar. Ekki svona evrópskrar hungursneyðar sem skapast þegar vængirnir klárast á KFC – alvöru hungursneyðar sem drepur fólk. Og forsætisráðherra sér ekki tækifæri í að beita sér fyrir að þróuninni sé snúið við heldur telur að neyðin geti aukið hagvöxt á hinu vel staðsetta og ávallt skítkalda Íslandi. Núþegar loftslagsbreytingar eru „tækifæri“ en ekki „ömurleg þróun sem ógnar lífi framtíðarkynslóða“ þá langar mig að benda forsætisráðherra á annað frábært tækifæri: Mansal. Mansal er á meðal heitustu glæpa heims og veltir milljörðum árlega. Milljörðum sem gætu farið í að endurnýja gömul hús í einhverjum rassgatsfirði ef rétt er haldið á spilunum. Það má því segja að gríðarleg tækifæri felist í nútíma þrælahaldi fyrir íslenska þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum og að kosningarnar hafi farið fram um vor. FrambjóðendumFramsóknarflokksins varð tíðrætt um hrægammana sem rifu í sig kröfur föllnu bankanna í von um að hagnast gríðarlega. Með öðrum orðum sáu erlendir vogunarsjóðir tækifæri í hruninu á Íslandi – tækifæri sem þeir ákváðu að nýta. Við gætum talað um að grípa gæsir í þessu samhengi, ef við værum í stuði fyrir fuglalíkingar. Hrægammareru reyndar misskildir fuglar og nauðsynlegur hlekkur í hringrás lífsins. Líking framsóknarmanna var því afar ósanngjörn í þeirra garð. En það er spurning hvort er verra; að vera hrægammur eða hræsnari því forsætisráðherra sparaði ekki lýsingarorðin á dögunum þegar hann lýsti tækifærunum sem felast í hlýnun jarðar. Þaðer óþarfi að fjölyrða um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á heiminum vegna hlýnunar á næstu árum í formi þurrka, flóða, uppskerubrests og hungursneyðar. Ekki svona evrópskrar hungursneyðar sem skapast þegar vængirnir klárast á KFC – alvöru hungursneyðar sem drepur fólk. Og forsætisráðherra sér ekki tækifæri í að beita sér fyrir að þróuninni sé snúið við heldur telur að neyðin geti aukið hagvöxt á hinu vel staðsetta og ávallt skítkalda Íslandi. Núþegar loftslagsbreytingar eru „tækifæri“ en ekki „ömurleg þróun sem ógnar lífi framtíðarkynslóða“ þá langar mig að benda forsætisráðherra á annað frábært tækifæri: Mansal. Mansal er á meðal heitustu glæpa heims og veltir milljörðum árlega. Milljörðum sem gætu farið í að endurnýja gömul hús í einhverjum rassgatsfirði ef rétt er haldið á spilunum. Það má því segja að gríðarleg tækifæri felist í nútíma þrælahaldi fyrir íslenska þjóð.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun