Tækifærin í mansali Atli Fannar Bjarkason skrifar 3. apríl 2014 07:00 Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum og að kosningarnar hafi farið fram um vor. FrambjóðendumFramsóknarflokksins varð tíðrætt um hrægammana sem rifu í sig kröfur föllnu bankanna í von um að hagnast gríðarlega. Með öðrum orðum sáu erlendir vogunarsjóðir tækifæri í hruninu á Íslandi – tækifæri sem þeir ákváðu að nýta. Við gætum talað um að grípa gæsir í þessu samhengi, ef við værum í stuði fyrir fuglalíkingar. Hrægammareru reyndar misskildir fuglar og nauðsynlegur hlekkur í hringrás lífsins. Líking framsóknarmanna var því afar ósanngjörn í þeirra garð. En það er spurning hvort er verra; að vera hrægammur eða hræsnari því forsætisráðherra sparaði ekki lýsingarorðin á dögunum þegar hann lýsti tækifærunum sem felast í hlýnun jarðar. Þaðer óþarfi að fjölyrða um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á heiminum vegna hlýnunar á næstu árum í formi þurrka, flóða, uppskerubrests og hungursneyðar. Ekki svona evrópskrar hungursneyðar sem skapast þegar vængirnir klárast á KFC – alvöru hungursneyðar sem drepur fólk. Og forsætisráðherra sér ekki tækifæri í að beita sér fyrir að þróuninni sé snúið við heldur telur að neyðin geti aukið hagvöxt á hinu vel staðsetta og ávallt skítkalda Íslandi. Núþegar loftslagsbreytingar eru „tækifæri“ en ekki „ömurleg þróun sem ógnar lífi framtíðarkynslóða“ þá langar mig að benda forsætisráðherra á annað frábært tækifæri: Mansal. Mansal er á meðal heitustu glæpa heims og veltir milljörðum árlega. Milljörðum sem gætu farið í að endurnýja gömul hús í einhverjum rassgatsfirði ef rétt er haldið á spilunum. Það má því segja að gríðarleg tækifæri felist í nútíma þrælahaldi fyrir íslenska þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum og að kosningarnar hafi farið fram um vor. FrambjóðendumFramsóknarflokksins varð tíðrætt um hrægammana sem rifu í sig kröfur föllnu bankanna í von um að hagnast gríðarlega. Með öðrum orðum sáu erlendir vogunarsjóðir tækifæri í hruninu á Íslandi – tækifæri sem þeir ákváðu að nýta. Við gætum talað um að grípa gæsir í þessu samhengi, ef við værum í stuði fyrir fuglalíkingar. Hrægammareru reyndar misskildir fuglar og nauðsynlegur hlekkur í hringrás lífsins. Líking framsóknarmanna var því afar ósanngjörn í þeirra garð. En það er spurning hvort er verra; að vera hrægammur eða hræsnari því forsætisráðherra sparaði ekki lýsingarorðin á dögunum þegar hann lýsti tækifærunum sem felast í hlýnun jarðar. Þaðer óþarfi að fjölyrða um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á heiminum vegna hlýnunar á næstu árum í formi þurrka, flóða, uppskerubrests og hungursneyðar. Ekki svona evrópskrar hungursneyðar sem skapast þegar vængirnir klárast á KFC – alvöru hungursneyðar sem drepur fólk. Og forsætisráðherra sér ekki tækifæri í að beita sér fyrir að þróuninni sé snúið við heldur telur að neyðin geti aukið hagvöxt á hinu vel staðsetta og ávallt skítkalda Íslandi. Núþegar loftslagsbreytingar eru „tækifæri“ en ekki „ömurleg þróun sem ógnar lífi framtíðarkynslóða“ þá langar mig að benda forsætisráðherra á annað frábært tækifæri: Mansal. Mansal er á meðal heitustu glæpa heims og veltir milljörðum árlega. Milljörðum sem gætu farið í að endurnýja gömul hús í einhverjum rassgatsfirði ef rétt er haldið á spilunum. Það má því segja að gríðarleg tækifæri felist í nútíma þrælahaldi fyrir íslenska þjóð.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun