Blessaður! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2014 06:00 „Bíddu, er bara öllum hleypt inn í Hörpu?“ sagði ég brosandi við tónleikagest í glæsibyggingunni við höfnina á dögunum. Sá hafði þegar fengið sér sæti og kom ég auga á hann þar sem ég klöngraðist yfir aðra gesti í leit að mínu eigin. „Uuu, já,“ svaraði maðurinn sem ég taldi mig aldeilis þekkja vel. Auðvitað kom á daginn að viðkomandi var alls ekki Steini Halldórs heldur einhver sláandi líkur honum. Maðurinn klórar sér eflaust enn í hausnum yfir því hver hafi kastað á hann kveðju. Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir. Stundum mætir maður einhverjum úti á götu sem maður kannast við en lítur ekki einu sinni upp. „Djöfull er hann merkilegur með sig,“ hef ég stundum hugsað en í seinni tíð hef ég velt fyrir mér öðrum möguleikum. Viðkomandi geti verið feiminn, utan við sig eða einfaldlega ómannglöggur. Hvað sem því líður legg ég mig fram um að heilsa fólki og þá helst með nafni. Mér líður vel að heyra nafn mitt og veit að það gildir um fleira fólk. Á hinn bóginn er sérstaklega pínlegt þegar maður rangnefnir fólk. Það gerði ég, einu sinni sem oftar, í brúðkaupi um árið þar sem ég reyndi svo að redda mér með því að nefna til sögunnar gælunafn mannsins. Kom á daginn að viðkomandi kunni sérstaklega illa við umrætt gælunafn. Stundum tekst manni samt að bjarga sér fyrir horn. Þannig gekk ég fram hjá Vesturbæjarlauginni um daginn og sá kunnuglegt andlit nálgast. „Blessaður, Davíð,“ sagði ég en sá strax eftir orðum mínum eftir því sem við nálguðumst. Vegfarandinn, sem ég þekkti minna en ekki neitt, horfði spurnaraugum á mig þar til ég endurtók, algjörlega ósjálfrátt og af meiri krafti en áður, „Blessaður!“ Manninum brá svo að hann gat ekki annað en kastað á mig kveðju og skildu svo leiðir okkar, tveggja stórra spurningarmerkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
„Bíddu, er bara öllum hleypt inn í Hörpu?“ sagði ég brosandi við tónleikagest í glæsibyggingunni við höfnina á dögunum. Sá hafði þegar fengið sér sæti og kom ég auga á hann þar sem ég klöngraðist yfir aðra gesti í leit að mínu eigin. „Uuu, já,“ svaraði maðurinn sem ég taldi mig aldeilis þekkja vel. Auðvitað kom á daginn að viðkomandi var alls ekki Steini Halldórs heldur einhver sláandi líkur honum. Maðurinn klórar sér eflaust enn í hausnum yfir því hver hafi kastað á hann kveðju. Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir. Stundum mætir maður einhverjum úti á götu sem maður kannast við en lítur ekki einu sinni upp. „Djöfull er hann merkilegur með sig,“ hef ég stundum hugsað en í seinni tíð hef ég velt fyrir mér öðrum möguleikum. Viðkomandi geti verið feiminn, utan við sig eða einfaldlega ómannglöggur. Hvað sem því líður legg ég mig fram um að heilsa fólki og þá helst með nafni. Mér líður vel að heyra nafn mitt og veit að það gildir um fleira fólk. Á hinn bóginn er sérstaklega pínlegt þegar maður rangnefnir fólk. Það gerði ég, einu sinni sem oftar, í brúðkaupi um árið þar sem ég reyndi svo að redda mér með því að nefna til sögunnar gælunafn mannsins. Kom á daginn að viðkomandi kunni sérstaklega illa við umrætt gælunafn. Stundum tekst manni samt að bjarga sér fyrir horn. Þannig gekk ég fram hjá Vesturbæjarlauginni um daginn og sá kunnuglegt andlit nálgast. „Blessaður, Davíð,“ sagði ég en sá strax eftir orðum mínum eftir því sem við nálguðumst. Vegfarandinn, sem ég þekkti minna en ekki neitt, horfði spurnaraugum á mig þar til ég endurtók, algjörlega ósjálfrátt og af meiri krafti en áður, „Blessaður!“ Manninum brá svo að hann gat ekki annað en kastað á mig kveðju og skildu svo leiðir okkar, tveggja stórra spurningarmerkja.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun