Háværara tuð með hækkandi sól Í dag er góður dagur. Fótboltasumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október. Bakþankar 27. apríl 2017 07:00
„Hvað ertu að læra?“ Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. Bakþankar 26. apríl 2017 07:00
Hégómi og græðgi Nýlega hringdi í mig kona sem sagði að ég hefði lent í þröngu úrtaki og gæti því tekið þátt í happdrætti með skáldlegum vinningslíkum. Innra með mér vöknuðu villimenni tvö sem teikuðu þegar mannkynið ók inn í siðmenninguna. Bakþankar 25. apríl 2017 07:00
Flotta fólkið Mér finnst alltaf jafn magnað þegar ég heyri um fólk sem gefur með sér. Það er svo ótrúlega innbyggt í okkur mannfólkið að hámarka allt fyrir okkur sjálf. Svo innbyggt að nánast ómögulegt er að brjótast út úr því. Bakþankar 24. apríl 2017 15:00
Sr. Hallgrímur Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturssonar hafa ávallt verið íslenskri þjóð hugleikin Bakþankar 22. apríl 2017 07:00
Baðfylli af bruðli „Þetta skiptir engu máli,“ sagði hún glaðbeitt. Alnetskaupin afgreidd af fullkomnu kæruleysi. Algjörlega óvíst hvort flíkurnar reyndust passlegar eða nothæfar. Það var aukaatriði. Flíkurnar voru svo ódýrar. Bakþankar 21. apríl 2017 07:00
Fyrsti sumardagur Stjórnmálamenn reyna að selja ungu fólki endalaust af nýjum réttindum. Ekki má lengur tala um bætur því öll erum við búin að vinna okkur inn fyrir borgaralaunum. Bakþankar 20. apríl 2017 07:00
Heilagt hjónaband Eitt það fallegasta sem ég sé í mínu starfi, þótt það sé sárt, er það þegar maki beygir sig yfir kistuna og kveður ástvin sinn eftir áratuga samleið og grætur og þakkar. Bakþankar 19. apríl 2017 07:00
Epal-sósíalistar Gott hjá RÚV að setja fátækt á dagskrá. Staða fátæks fólk er mikilvægur mælikvarði á þjóðfélagið, spegill sem segir okkur hversu miðar í átt að góðu samfélagi. Vönduð umfjöllun, studd rökum og rannsóknum þar sem staða fátækra er sett í sögulegt- og alþjóðlegt samhengi skiptir miklu máli. Á slíkum grundvelli getur almenningur myndað sér skoðun og stjórnmálamennirnir mótað stefnu. Þannig miðar okkur áfram. Bakþankar 18. apríl 2017 09:00
Á páskum Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Bakþankar 15. apríl 2017 07:00
Páskar eru betri en jól Síðustu jól voru sannkölluð atvinnurekendajól. Bakþankar 13. apríl 2017 07:00
Hið illa og hið aflokna Mig langar að tala aðeins um orðatiltæki. Einn tiltekinn málshátt sem er mér hugleikinn og ég vona að sem flest ykkar fái í páskaeggi. Illu er best aflokið. Bakþankar 12. apríl 2017 07:00
Fúli bóksalinn í Garrucha Í spænska strandbænum Garrucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni. Bakþankar 11. apríl 2017 07:00
Páskaegg Við erum að missa stjórnina. Úrvalið af páskaeggjum er orðið of mikið. Ef fram heldur sem horfir getum við valið páskaegg með harðfisksbragði á næsta ári. Bakþankar 10. apríl 2017 07:00
Tölvuleikir Ódælir og athafnasamir ungir menn eins og Grettir Ásmundsson hafa alltaf verið hluti af veruleika þjóðarinnar. Testósterón gelgjunnar fyllti þá ævintýraþrá og löngun eftir því að gera sig gildandi. Þeir voru eins og ótamdir graðfolar sem stöðugt koma á óvart með uppátækjum sínum. Þetta hefur nú gjörbreyst. Bakþankar 8. apríl 2017 07:00
Konur laga líka Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg. Bakþankar 7. apríl 2017 07:00
Martröð í Sýrlandi Þegar þetta er skrifað er mér efst í huga hinn hroðalegi atburður sem gerðist á þriðjudagsmorgni í þessari viku í bænum Khan-Sheikhoun í Iblib-héraði í Sýrlandi. Bakþankar 6. apríl 2017 07:00
Fátækt er áráttueinkenni Það er eitthvað að gerast. Það er eins og þjóðarsálin horfi forviða í spegil og finni til klígju. Í síðustu viku varð netsprenging þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir kom fram og útskýrði á mannamáli hvernig það er að vera krabbameinssjúkur Íslendingur. Bakþankar 5. apríl 2017 07:00
Heyrðu Dagur... Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla? Bakþankar 4. apríl 2017 07:00
Ofbeldi gegn börnum Ofbeldið er framið af foreldri sem ekki vill leyfa barninu að eiga í samskiptum við hitt foreldrið undir því yfirskini að barninu verði meint af samskiptunum. Bakþankar 3. apríl 2017 07:00
Flateyri 1995 Fyrir síðustu jól kom út bókin Nóttin sem öllu breytti eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Henni var bjargað á dramatískan hátt úr snjóflóðinu á Flateyri fyrir liðlega tveimur áratugum en missti systur sína og vini undir snjófargið. Bakþankar 1. apríl 2017 07:00
Hafsjór af fréttum á einni viku Rannsóknarskipið Kjartan og Finnur fiskaði ýmislegt upp úr Djúpu lauginni í vikunni. Þeir köfuðu í gegnum þúsundir skjala og drógu upp á yfirborðið gögn sem sýna að ýmislegt var meira í ætt við kafbátastarfsemi en bankaumsýslu þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur fyrir fermingaraldri síðan. Bakþankar 31. mars 2017 07:00
Fífill og fjall á 5.000 kall Það eru ekki nema fimm ár síðan íslensk leikkona þóttist vera útlensk að njóta lífsins á Íslandi undir dillandi tónum Emilíu Torrini í Inspired by Iceland-myndbandinu fræga. Takmarkið var að auka ferðamannastrauminn og það tókst þó myndbandinu sé ekki einu að þakka. Bakþankar 30. mars 2017 00:00
Raddlausar konur Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Bakþankar 29. mars 2017 07:00
Ekki þessi leiðindi Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga. Bakþankar 28. mars 2017 07:00
Girnilegur drykkur? Ég er staddur á skyndibitastað. Fyrir framan mig liggja alls kyns drykkir. Ískaldir umkringdir klökum og dropar perla utan á plastinu. Girnilegir. Bakþankar 27. mars 2017 07:00
Narsissus snýr aftur Narsissus hét ægifagur konungsson í grísku goðafræðinni. Hann forsmáði ástina og móðgaði guðina. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Bakþankar 25. mars 2017 07:00
Gull og gersemar Nýlega keyptum við fjölskyldan húsnæði. Eignin var í upprunalegu ástandi en allt viðhald til fyrirmyndar. Innréttingar voru byggðar af gæðum og sérvalinn hlutur í hverju horni. Heimilið allt innréttað af natni og nostursemi. Bakþankar 24. mars 2017 07:00
Fögnum fjölbreytileikanum Fyrir mánuði síðan var ég vakinn til rækilegrar vitundar við lestur stöðufærslu hjá einum félaga mínum á Facebook. Aðilinn sem skrifaði færsluna lýsti því hvernig annars hefðbundin ferð á pizzastað hefði snúist upp í sorglega upplifun. Bakþankar 23. mars 2017 07:00
Stærsta gjöfin Kæru fermingarbörn, bæði þið sem fermist trúarlega og borgaralega. Fermingardagurinn er gleðidagur. Þá kemur stórfjölskyldan saman til þess að fagna yfir lífinu, yfir persónu ykkar og framtíð. Og í gleði sinni gefur fólk gjafir. Misstórar eftir efnum og ástæðum. Á bak við gjafirnar býr þakklæti og ást. Bakþankar 22. mars 2017 07:00