Páskaegg Pálmar Ragnarsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Við erum að missa stjórnina. Úrvalið af páskaeggjum er orðið of mikið. Ef fram heldur sem horfir getum við valið páskaegg með harðfisksbragði á næsta ári. Hvernig á venjulegur Íslendingur sem elskar súkkulaði að velja á milli allra þessara yndislegu bragðtegunda. Jú lausnin hjá flestum er auðvitað að velja ekki. Við kaupum okkur bara þrjú eða fjögur páskaegg í stað eins, en hentugt. Eitt það skemmtilegasta sem við getum gert með börnunum okkar er að skapa saman eftirvæntingu og spennu. Páskarnir eru kjörið tækifæri til þess. Hér er saga af tveimur börnum: Barn 1 fær súkkulaði flesta daga vikunnar. Fyrir páska fær það tvö stór egg og nokkur minni. Viku fyrir páska borðar það annað stóra eggið á kósýkvöldi og dagana fyrir páska er nartað í minni eggin. Á páskadag vaknar barnið, gengur beint í seinna stóra eggið og byrjar að háma. Barn 2 fær afar sjaldan súkkulaði. Viku fyrir páska fær barnið að velja sér eitt páskaegg í venjulegri stærð. Barnið er beðið um að passa páskaeggið eins og gull í herberginu sínu. Eggið má skoða en ekki opna. Á páskadag vaknar barnið en finnur ekki eggið sem það hefur passað svo vel. Eftir mikla leit eru umbúðirnar opnar, málshátturinn lesinn og eggið borðað. Fyrir hvort barnið ætli upplifunin sé eftirminnilegri? Það er nokkuð ljóst. Hjá börnum er það nefnilega ekki stærðin og magnið sem veitir gleðina, heldur tilhlökkunin og spennan. Skopparabolti getur glatt eitt barn jafn mikið og Playstation tölva getur glatt annað. Árið 1930 gat afi minn sjö ára ekki sofið úr spenningi dagana fyrir jól því þá fengi hann epli. Já epli. Auðvitað eru undantekningar á þessum dæmum en þetta er samt eitthvað sem gott er að hafa í huga. Minna getur oft verið meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Páskar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Við erum að missa stjórnina. Úrvalið af páskaeggjum er orðið of mikið. Ef fram heldur sem horfir getum við valið páskaegg með harðfisksbragði á næsta ári. Hvernig á venjulegur Íslendingur sem elskar súkkulaði að velja á milli allra þessara yndislegu bragðtegunda. Jú lausnin hjá flestum er auðvitað að velja ekki. Við kaupum okkur bara þrjú eða fjögur páskaegg í stað eins, en hentugt. Eitt það skemmtilegasta sem við getum gert með börnunum okkar er að skapa saman eftirvæntingu og spennu. Páskarnir eru kjörið tækifæri til þess. Hér er saga af tveimur börnum: Barn 1 fær súkkulaði flesta daga vikunnar. Fyrir páska fær það tvö stór egg og nokkur minni. Viku fyrir páska borðar það annað stóra eggið á kósýkvöldi og dagana fyrir páska er nartað í minni eggin. Á páskadag vaknar barnið, gengur beint í seinna stóra eggið og byrjar að háma. Barn 2 fær afar sjaldan súkkulaði. Viku fyrir páska fær barnið að velja sér eitt páskaegg í venjulegri stærð. Barnið er beðið um að passa páskaeggið eins og gull í herberginu sínu. Eggið má skoða en ekki opna. Á páskadag vaknar barnið en finnur ekki eggið sem það hefur passað svo vel. Eftir mikla leit eru umbúðirnar opnar, málshátturinn lesinn og eggið borðað. Fyrir hvort barnið ætli upplifunin sé eftirminnilegri? Það er nokkuð ljóst. Hjá börnum er það nefnilega ekki stærðin og magnið sem veitir gleðina, heldur tilhlökkunin og spennan. Skopparabolti getur glatt eitt barn jafn mikið og Playstation tölva getur glatt annað. Árið 1930 gat afi minn sjö ára ekki sofið úr spenningi dagana fyrir jól því þá fengi hann epli. Já epli. Auðvitað eru undantekningar á þessum dæmum en þetta er samt eitthvað sem gott er að hafa í huga. Minna getur oft verið meira.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun