Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Farsæll forseti

Um árabil fylgdist þjóðin af áfergju með fréttum af danska konungsfólkinu. Familje Journal og Hjemmet voru vinsælustu blöð á landinu. Þjóðhöfðingjar og annað frammáfólk hafa alltaf blómstrað í skini frægðarinnar. Íslensku forsetarnir reyndu líka að vekja athygli fyrir að vera sem þjóðlegastir.

Bakþankar
Fréttamynd

Staðlað jafnrétti

Nýleg lög frá Alþingi hafa vakið heimsathygli og verið fagnað sem enn einum stórslagaranum frá landinu sem er margfaldur og ríkjandi heimsmeistari í jafnrétti. Lög um jafnlaunastaðal hafa þó fengið misjafnari viðtökur heima fyrir.

Bakþankar
Fréttamynd

Geri þetta bara á morgun

Ég sló garðinn í fyrradag. Ykkur er alveg frjálst að standa upp frá morgunkorninu og klappa augnablik áður en lestri er haldið áfram. Þetta tók sinn tíma að gerast enda hef ég verið haldinn ævintýralegri frestunaráráttu í mörg ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Stelpur sem hata á sér píkuna

Hún vakti nokkra athygli í vikunni, umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita nú í auknum mæli til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki útlit kynfæra sinna. Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna.

Bakþankar
Fréttamynd

Trúir þú á tylliástæður?

Reglulega ræði ég við sýrlenska vini mína um gang mála þar í landi. Einn þeirra er fluttur aftur heim og telur að stríðinu sé að ljúka nema ný tylliástæða finnist til að kynda undir því að nýju. Frásögn þeirra er athyglisverð því hún gengur í berhögg við það sem ég les í fjölmiðlum og því langar mig að deila henni með ykkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Sögulegur sparnaður

Aldrei áður hefur hugarfar fólks verið jafn tengt sparnaði. Og hvernig erum við að spara? Jú, með því að eyða fullt af pening auðvitað.

Bakþankar
Fréttamynd

Píratinn

Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“

Bakþankar
Fréttamynd

Að falla í freistni

Ítalskir skattborgarar eiga alla mína samúð. Fyrr í vikunni varð ljóst að þeir þyrftu, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað, að reiða fram tug milljarða evra til þess að bjarga enn eina bankanum. Og reyndar tveimur að þessu sinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Óvinsælasta nefnd Íslands

Það er ekki öfundsvert að vera nefndarmaður í mannanafnanefnd og þurfa að framfylgja þessum ömurlegu lögum. Það er eiginlega alveg sama hvern þú spyrð, flestir eru óánægðir með störf þín.

Bakþankar
Fréttamynd

Að læsa og henda lyklinum

Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar.

Bakþankar
Fréttamynd

Medalíu á ökukennara

Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn.

Bakþankar
Fréttamynd

Vopn eða ekki vopn

Mikil umræða hefur, eðlilega, skapast í samfélaginu vegna nýtilkomins vopnaburðar lögreglunnar á Íslandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Ný ógn

Ég var á dögunum á fundi með skandinavískum geðlæknum. Viðfangsefnið var m.a. að ræða fyrirbæri sem Svíar kalla "utmattningsdepression“ eða örmögnunarþunglyndi sem fer hratt vaxandi. Lýsingin gæti verið þessi: Manneskja á aldrinum 30-60 ára í krefjandi starfi. Vinnan verður með tímanum æ flóknari og kröfurnar um alls kyns tæknikunnáttu æ meiri.

Bakþankar
Fréttamynd

Að sigra hatrið

Í vikunni kom út samanburðarskýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um hatur og hótanir á netinu. Ísland kemur ekkert sérstaklega vel út í þeim samanburði. Við sem annars erum að sigra heiminn.

Bakþankar
Fréttamynd

Rússíbanareið í nýja berjamó

Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim.

Bakþankar
Fréttamynd

Faraldur krílanna

Það er skelfilega langvinn og harðsvíruð pest að ganga. Hún leggst bara á stelpur og nú virðist hún enn fremur bara leggjast á stelpur í mínu nærumhverfi. Stelpur á mínum aldri. Vinkonur mínar algjörlega stráfalla. Á hverjum gefnum tímapunkti er bara ein spurning sem gildir: Hver er næst?

Bakþankar
Fréttamynd

Hórumangarinn hressi

Ég rek hóruhús hérna í bænum,“ sagði sveitungi konu minnar þar sem ég rak nefið í samtal þeirra í strandbæ einum. Það var völlur á honum. Hann var hress og hló eins og hestur en svo kom dálítið á hann þegar hann sá að Bílddælingnum var brugðið. "Þetta er bara eins og hver annar rekstur,“ sagði hann þá.

Bakþankar
Fréttamynd

Vanþakklátir Reykvíkingar

Reykjavíkurborg hefur verið illa stjórnað á undanförnum árum. Fjármál borgarinnar í lamasessi, áherslur í húsnæðismálum hafa valdið efnahagslegu tjóni á landsvísu, holur og umferðartafir einkenna samgöngustefnuna og leik- og grunnskólar hafa mátt þola niðurskurð.

Bakþankar
Fréttamynd

Í sjálfheldu sérhagsmuna

Ágætu þingmenn, við eigum í óþolandi samkeppni við keppinaut sem nýtur slíkra yfirburða að hann hefur lagt undir sig allan okkar markað, enda er framleiðslan á gjafverði. Þessi keppinautur er enginn annar en sólin sjálf. Beiðni okkar er því sú að þið lögbjóðið að byrgja skuli allar dyr, glugga, rifur, skráargöt og aðrar smugur,

Bakþankar
Fréttamynd

Íslenskt hugvit

Nýtt þjóðaröryggisráð kom saman á öruggum stað í vikunni. Efni fundarins var svo eldfimt að nauðsynlegt þótti að halda hann í gömlu loftvarnarbyrgi bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli.

Bakþankar
Fréttamynd

Það er þess virði að elska

Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Skömmin er okkar

Það er svo gaman að fara á völlinn í Færeyjum. Þar er boðið upp á færeyskan bjór og þar er boðið upp á stemningu. Leikur Færeyja og Sviss á laugardag var svo mikil uppgötvun fyrir okkur félagana að við gátum ekki annað en skammast okkar fyrir hvernig KSÍ og fótboltasamfélagið er að gera hlutina hér á landi.

Bakþankar
Fréttamynd

Allt það sem er bannað?…

Mikið erum við heppin. Við búum í friðsælu ríki þar sem flestir hafa það ágætt. Vissulega höfum við það misgott en hér ríkir a.m.k. friður og ákveðið frelsi auk þess sem grundvallarmannréttindi eru alla jafna virt.

Bakþankar
Fréttamynd

Costco og börnin

Sálfræðingum hefur fjölgað mikið enda kenna þrír háskólar í landinu um furður sálarlífsins. Mikill fengur er að þessu vel menntaða fólki sem er farið að láta að sér kveða á æ fleiri sviðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Merking(arleysi)

Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður.

Bakþankar
Fréttamynd

Herramaður úr norðri

Nei, nei, nei, nei. Ef það er ekki maðurinn sem kostaði okkur leikinn,“ sagði starfsmaður í vegabréfaeftirlitinu í Keflavík við mig kvöld eitt í nóvember 2013.

Bakþankar
Fréttamynd

Í faðmi dragdrottninga

Ég er búin að finna mér nýtt athvarf. Í þessu athvarfi er allt kunnuglegt og gott og dreifir huganum. Ég leita þar skjóls ef mér finnst lífið yfirþyrmandi. Þetta athvarf, þetta afdrep höfuðs sem íþyngir mér stundum, er um þessar mundir í semelíusteinaskreyttum faðmi dragdrottninga.

Bakþankar
Fréttamynd

Ráð til að hætta að trumpast

Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis.

Bakþankar
Fréttamynd

Engin mannréttindi?

Auðvitað þarf ekkert mannréttindasvið hjá Reykjavíkurborg, enda alkunna að sviðið varð til í stjórnarmyndunarviðræðum Dags og félaga. En það kostar um 160 milljónir á ári.

Bakþankar