Áhugamál Hæfileikinn til að eiga sér áhugamál er eitt það skemmtilegasta sem aðskilur okkur frá hinum dýrategundunum. Aðrir ofur eiginleikar, eins og að vita að einn daginn hrökkvum við upp af, hafa bara skilað okkur bömmerum. Því eru áhugamálin einn besti kostur okkar grimmu tegundar og kæmi til refsilækkunar ef við lentum fyrir tegundadómstóli. Bakþankar 14. júní 2007 06:00
Kynjasögur Egils Það hljóp á snærið hjá blöðunum í síðustu viku þegar skarst í odda á milli Egils Helgasonar og Ara Edwald. Ekki sáu þau ástæðu til að fá hlutlausan lögfræðing til að rýna í tölvupóstsamskipti þeirra - svona rétt til að fræða almenning á því hvað stenst lög - heldur létu þá um að skattyrðast. Egill brá sér síðan í helgarviðtal til Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Blaðinu þar sem hann útlistar það sem bíður hans á Ríkissjónvarpinu. Bakþankar 13. júní 2007 03:00
Heima og heiman Hótel eru undarlegir staðir. Á margan hátt líkjast hótel hugmyndum flestra trúaðra um staðinn sem tekur við eftir að jarðlífinu lýkur. Þá verða engar íþyngjandi skyldur. Enginn þarf að búa um rúmið sitt og ósýnilegar hendur munu alltaf sjá til þess að allt verði hreint og fagurt í kringum mann. Að minnsta kosti ef maður hefur verið góður og lagt fyrir áður en lagt er í langferðina. Bakþankar 12. júní 2007 04:00
Sigling við sólarlag Hér áður fyrr dóu flestir á miðjum aldri með smalaprikið eða skörunginn í hendi án þess að hið opinbera þyrfti að hafa af þeim áhyggjur. Einstöku kerlingar voru þó lífseigar og voru kallaðar “ömmur”. Bakþankar 11. júní 2007 06:00
Bölvuð ekkisens... Mér finnst ótrúlega sorglegt að sjá gengið út frá því sem vísu að hæfileikinn til að læra eigi að eldast af manni, að það að vera enn að þroskast og auka við þekkingu sína sé merki um vanþroska. Auðvitað ætti þessu að vera öfugt farið. Fátt ber einmitt gleggri merki um vanþroska en að geta ekki lært, þroskast og breyst, að bíta í sig skoðanir og viðhorf sem maður er ófáanlegur ofan af hvað sem tautar og raular. Bakþankar 10. júní 2007 06:00
Póstkort Að aldagömlum sið ákvað ég fyrir nokkrum dögum að bregða mér suður á bóginn og freista þess að njóta lífsins í þægilegu loftslagi, frír og frjáls í lögbundnu sumarfríi. Þegar þetta er skrifað er ég kominn með 15 moskitóbit og hverju þeirra hef ég að sjálfsögðu tekið fagnandi enda ekki á hverjum degi sem maður getur gengið um á bol og stuttbuxum utandyra og sjálfsagt að einhver greiðsla, eða fórn, komi í staðinn. Bakþankar 9. júní 2007 06:00
Hugmyndir Svía um nútímann Það er viss passi í kringum hina árlegu fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland að henni sé mótmælt, einkum af ljótu og bitru femínistunum sem enginn vildi sofa hjá. Alltaf eru aðstandendur keppninnar jafn gáttaðir á gagnrýninni, enda frjálst val ungu stúlknanna með vaselínsmurðu skelfingarbrosin að taka þátt í viðkomandi skrokkasýningu. Sem er alveg rétt. Ekki fá þær pening fyrir. Í mesta lagi þrjátíu kíló af nælonsokkum, ef þær eru nógu vinsælar. Bakþankar 8. júní 2007 00:01
Hálfvitar Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Bakþankar 7. júní 2007 00:01
Sértæk fræði Frá því einu sérfræðingarnir voru latínuþyljandi prestar og feitir sýslumenn eru nú bara stöku strá sem ekki flokkast undir sérfræðinga á einhverju sviði. Bakþankar 6. júní 2007 06:00
Velgjörðarmenn fátækra stúlkna Um súludans og vændi virðist oft ekki mega tala um án þess að sjálfskipaðir verndarar frelsis stígi fram. Þeir vilja vernda þessar atvinnugreinar og hafa jafnan bent á, máli sínu til stuðnings, að vændi sé til að mynda ein elsta atvinnugrein heims. Bakþankar 5. júní 2007 10:26
Hver á að blása? Sunnudagsmorgunn í Kaupmannahöfn. Klukkan er hálfellefu og í Københavns Dommervagt stendur sléttfeitur maður frammi fyrir rétti. Hann er 29 ára gamall. Þessa stundina er hann frægasti maður í Danaveldi. Samt veit enginn hvað hann heitir. Bakþankar 4. júní 2007 05:30
Biljónsdagbók 3.6. 2007 OMXI15 var 8.178,27 í morgun, þegar ég bað Halla að ganga frá yfirtökutilboði í Reyktjaldagerðina, og S&P500 var 1.503,23 þegar Iwaunt Moore hringdi frá London og sagði að ég yrði að koma strax út til að róa útlendu fjárfestana í Asian Viking Ventures. Bakþankar 3. júní 2007 00:01
Lög um reyk Í gær tóku í gildi ný lög á skemmtistöðum og börum borgarinnar sem banna gestum að reykja tóbak þar innandyra. Þeir sem hafa hatast við reykinn um langt árabil fagna þessum lögum og gera sér jafnvel vonir um að þetta skref verði byrjunin á endalokum tóbaksreykinga yfir höfuð, enda eru þær jú vissulega heilsuspillandi fyrir þá sem þær stunda sem og nærstadda. Bakþankar 2. júní 2007 00:01
Reyklaus barlómur Allir vita að reykingafólk er frekasti minnihlutahópur í heimi. Í eigin huga er reykingamaðurinn þó fyrst og fremst kúgað fórnarlamb, eins og umræðan um reykingabannið sem tekur gildi í dag sýnir. Svo innilega trúir reykingamaðurinn tjörunni að hann hefur fengið til liðs við sig ófáa nytsama sak/reykleysingja, sem oft eru uppnefndir „frjálslyndir húmanistar“ og eru vinsælir álitsgjafar og pistlahöfundar. Bakþankar 1. júní 2007 06:00
Sólgleraugu fyrir sálina Á morgun verður bannað að reykja á öllum veitingastöðum landsins, jafnt á Hótel Holti sem á Rökkurbarnum. Bretar eru farnir að merkja áfengisflöskur með miðum frá hinu opinbera. Þar kemur fram hversu stórra skammta af viðkomandi áfengistegund ríkið telur ásættanlegt að neyta á dag. Þessar merkingar koma örugglega hingað fljótlega. Bakþankar 31. maí 2007 00:01
Rétta andlitið Fyrir alþingiskosningarnar virtist sem stjórnmálamönnum þætti öruggt að atkvæðin skiluðu sér ef börnum væntanlegra kjósenda væri boðið upp á andlitsmálningu. Að minnsta kosti sá ég ekki betur en að þetta föndur væri auglýst á næstum hverri einustu fjölskylduskemmtun sem flokkarnir buðu upp á í kosningabaráttunni. Bakþankar 30. maí 2007 00:01
Góðir grannar Sums staðar er samkennd nágranna mikil og félagslíf og dagleg samskipti þeirra á milli í miklum blóma. Annars staðar veit fólk varla af nágrönnum sínum og vill hafa það þannig. Svo getur þetta breyst. Núna virðist mér til dæmis að samvitund og samstaða íbúa við Njálsgötuna á milli Barónsstígs og Snorrabrautar sé talsvert meiri en hún var árin sem ég bjó á efstu hæðinni á Njálsgötu 74, húsi sem fyrirhugað er að gera að athvarfi fyrir heimilislausa. Bakþankar 29. maí 2007 00:01
25 ríkustu Samkvæmt úttekt vikublaðsins Sirkuss í gær eiga 25 ríkustu Íslendingarnir einhverja eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða í alls konar verðbréfum, eignarhlutum, reiðufé og guð má vita hvað út um allar jarðir og ekkert nema gott um það að segja. Bakþankar 26. maí 2007 06:00
Glerbrot í vegginn, takk Þegar fjölskylda mín var búsett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur. Bakþankar 25. maí 2007 00:01
Hverfulleikinn á biðstofunni Á læknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæmum tíðindum hjá lækninum heldur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðareynd að það sem skiptir öllu máli í dag skiptir engu máli á morgun. Bakþankar 24. maí 2007 00:01
Á ég að gæta systur minnar? Systir mín hefur staðið í ströngu í samskiptum sínum við Tryggingastofnun undanfarin misseri. Fyrir aldarfjórðungi þurfti að fjarlægja skjaldkirtil hennar en fyrir mistök voru kalkkirtlarnir teknir líka. Eftir það er ekki nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag. Bakþankar 23. maí 2007 00:01
Eru mathákar verri en barnaníðingar? Mikið þóttu mér fyndin heitin sem fjölmiðlafólk fann upp á þegar það fjallaði um manninn sem stundaði að borða á veitingastöðum án þess að borga. Raðsælkeri og raðafæta voru meðal þeirra orða sem voru notuð til að lýsa brotamanninum og hefur flestum líklega verið hlátur í hug þegar þeir lásu fréttirnar. Bakþankar 22. maí 2007 06:00
Stjórn heilbrigðrar skynsemi Nýja ríkisstjórn Frakklands skipa 15 ráðherrar. Frakkar eru um 64 milljónir talsins þannig að kostnaður við hvert ráðuneyti er borinn upp af rúmlega 4 milljónum landsmanna. Í síðustu ríkisstjórn Íslands sátu 12 ráðherrar. Bakþankar 21. maí 2007 05:45
Biljónsdagbók 20.5 OMXI15 var 7.981,15 á fimmtudagsmorgun, þegar ég pantaði fjórar heilsíður í blöðunum, og Dow Jones stóð í 13.468,03 þegar Geir og Imba Sól opinberuðu leynilega trúlofun sína og ég varð að afpanta þessar auglýsingar. Bakþankar 20. maí 2007 00:01
Flókið kerfi Ég verð að segja, að á kosningavökunni um liðna helgi og í kjölfar hennar, hvarflaði að mér nokkrum sinnum að íslenska kosningakerfið væri svo flókið og illskiljanlegt að líklega hefði horft til verulegra vandræða ef stærðfræðingarnir sem sömdu það hefðu ekki verið á landinu þegar kosið var. Bakþankar 19. maí 2007 00:01
Sæt er lykt... Ein hressilegasta viðbótin við þingheim er klárlega framsóknarmaðurinn og orðhákurinn Bjarni Harðarson. Daginn eftir kosningar mætti þessi „óforbetranlegi fornaldardýrkandi“, eins og Bjarni lýsir sér, í myndver hjá Agli Helgasyni. Bakþankar 18. maí 2007 06:00
Lúxusblogg Eins og allir vita er komin upp lítil en vaxandi stétt ríkra karla á Íslandi. Þessir menn geta með peningunum sínum gert alls konar skemmtilega hluti sem við hinir ræflarnir getum ekki, til dæmis keypt grónar bújarðir og breytt í frístundajarðir, fengið hallærislega en rándýra poppara til að spila í afmælunum sínum eða boðið ruglverð í gömul málverk – upp á flippið. Bakþankar 17. maí 2007 06:00
Risessa tryllir borgarbúa Ekki man ég eftir viðlíka stemningu í höfuðborginni og þegar grænklædda risessan leið um stræti og torg með föður sinn í eftirdragi. Mikið var gaman. Svona á Listahátíð í Reykjavík að vera. Hún á nefnilega ekki aðeins að fara fram í tónleikasölum eða leikhúsum heldur teygja sig um götur borgarinnar og sinna börnunum ekki síður en þeim fullorðnu. Bakþankar 16. maí 2007 00:01
Fögur er flugstöðin Það er engin tilviljun að hvergi í alheiminum er líkingin, fallegur eins og flugstöð, til. Væri Dante upp nú á tímum væri einn hringja helvítis í vítisljóðum hans líkust risavaxinni flugstöð. Reikandi sálir, með þunga pinkla í eftirdragi vafra þar um vegvilltar og svefnvana. Bakþankar 15. maí 2007 00:01
Eftir væntingarnar! Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl! Bakþankar 14. maí 2007 06:00