Sjálfsmyndin í hestöflunum 19. júní 2007 06:00 Börn eru undarleg fyrirbæri. Stundum hefur hvarflað að mér að fegurð þeirra og töfrar komi og fari með barnatönnunum. Áður en í þær glittir heilla þau fáa aðra en nánustu ættingja. Þegar síðasta barnatönnin dettur úr eru börnin yfirleitt orðnir unglingar, sem er allt annað og leiðinlegra fyrirbrigði en börn. Börn hafa lengi verið talin full af fyrirheitum um betri veröld. Þau eru skemmtileg og hugsandi. Foreldrar hafa frá örófi alda séð í þeim allt sem þau hefðu getað orðið. Þjóðfélagið sér í þeim öflugri skattgreiðendur en foreldra þeirra. Það er engin tilviljun að skyndimyndir í blöðum eru nær undantekningalaust prýddar börnum. Þau virðast einfaldlega svo miklu fallegri og betri en aðrir þegnar samfélagsins. Á þessu virðist þó ætla verða breyting. Nú virðast börn ekki gera annað en berja hvort annað og valda ólátum. Allt er að farast. Eina ferðina enn. Ætla má að krakkar vorra tíma geri vart nokkuð annað en skera sig í hendur og henda eggjum í hvert annað. Sveiattan. Það var einhvern veginn allt annað og betra líf í Borgarfirði þegar ég var að alast upp. Þá tókum við líkamsmeiðingar okkar nefnilega ekki upp og enginn fullorðinn sjónvarpsáhorfandi gat dæst af fyrirlitningu. „Börn nú á tímum eru harðstjórar. Þau standa uppi í hárinu á foreldrum sínum. Gleypa í sig matinn og eru hortug við kennara sína." Þessa speki hefði ég getað látið frá mér fara en annar vitrari maður var fyrri til. Ummælin eru nefnilega eignuð Sókratesi, sem var uppi nokkuð á undan Kristi. Ég hef ekki mikla trú á uppeldisráðum. Sumir vilja hafa börn öguð, aðrir vilja leyfa þeim að njóta ægilega mikils frelsis. Eina uppeldisráðið sem ég myndi vilja gefa er að fullorðnir myndu vinna að því að fylla börn af jákvæðni og trú á sitteigið ágæti. Það veit ég að þeir karlar sem skemmtu sér á Bíladögum á Akureyri við að spóla þar til kviknaði í dekkjunum á bílunum þeirra höfðu ekki nægt sjálfstraust. Það hefur fólk sem bindur sjálfmynd sína í hestöflum og upphækkunum yfirleitt bara alls ekki. Ég gruna svo alla, svokallaða veiðimenn, um að vera sígrenjandi úti í móa með byssu í hendi yfir því að einhver var vondur við þá þegar þeir voru enn minni manneskjur í sentímetrum talið. Þó svo að heimurinn sé nú á vonarvöl vegna vondra barna hafa foreldrar aldrei haft jafn mikið vald yfir því hvernig afkvæmi þeirra verður. Gölluðum fóstrum, eða fóstur sem gætu orðið manneskjur með Downs, er nánast alltaf eytt í dag. Börn sem ekki eru iðin á skólabekk heldur stefna í að verða verkafólk eru heldur ekki fín eign. Það er huggun harmi gegn að nú er hægt að fá afsakandi kerfisstimpil á þau. Síðar verður foreldrum ef til vill einnig gefinn kostur á að komast hjá því að eignast afkvæmi sem miðar sjálfmynd sína við það hve fljótt það er að stinga lögguna af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Börn eru undarleg fyrirbæri. Stundum hefur hvarflað að mér að fegurð þeirra og töfrar komi og fari með barnatönnunum. Áður en í þær glittir heilla þau fáa aðra en nánustu ættingja. Þegar síðasta barnatönnin dettur úr eru börnin yfirleitt orðnir unglingar, sem er allt annað og leiðinlegra fyrirbrigði en börn. Börn hafa lengi verið talin full af fyrirheitum um betri veröld. Þau eru skemmtileg og hugsandi. Foreldrar hafa frá örófi alda séð í þeim allt sem þau hefðu getað orðið. Þjóðfélagið sér í þeim öflugri skattgreiðendur en foreldra þeirra. Það er engin tilviljun að skyndimyndir í blöðum eru nær undantekningalaust prýddar börnum. Þau virðast einfaldlega svo miklu fallegri og betri en aðrir þegnar samfélagsins. Á þessu virðist þó ætla verða breyting. Nú virðast börn ekki gera annað en berja hvort annað og valda ólátum. Allt er að farast. Eina ferðina enn. Ætla má að krakkar vorra tíma geri vart nokkuð annað en skera sig í hendur og henda eggjum í hvert annað. Sveiattan. Það var einhvern veginn allt annað og betra líf í Borgarfirði þegar ég var að alast upp. Þá tókum við líkamsmeiðingar okkar nefnilega ekki upp og enginn fullorðinn sjónvarpsáhorfandi gat dæst af fyrirlitningu. „Börn nú á tímum eru harðstjórar. Þau standa uppi í hárinu á foreldrum sínum. Gleypa í sig matinn og eru hortug við kennara sína." Þessa speki hefði ég getað látið frá mér fara en annar vitrari maður var fyrri til. Ummælin eru nefnilega eignuð Sókratesi, sem var uppi nokkuð á undan Kristi. Ég hef ekki mikla trú á uppeldisráðum. Sumir vilja hafa börn öguð, aðrir vilja leyfa þeim að njóta ægilega mikils frelsis. Eina uppeldisráðið sem ég myndi vilja gefa er að fullorðnir myndu vinna að því að fylla börn af jákvæðni og trú á sitteigið ágæti. Það veit ég að þeir karlar sem skemmtu sér á Bíladögum á Akureyri við að spóla þar til kviknaði í dekkjunum á bílunum þeirra höfðu ekki nægt sjálfstraust. Það hefur fólk sem bindur sjálfmynd sína í hestöflum og upphækkunum yfirleitt bara alls ekki. Ég gruna svo alla, svokallaða veiðimenn, um að vera sígrenjandi úti í móa með byssu í hendi yfir því að einhver var vondur við þá þegar þeir voru enn minni manneskjur í sentímetrum talið. Þó svo að heimurinn sé nú á vonarvöl vegna vondra barna hafa foreldrar aldrei haft jafn mikið vald yfir því hvernig afkvæmi þeirra verður. Gölluðum fóstrum, eða fóstur sem gætu orðið manneskjur með Downs, er nánast alltaf eytt í dag. Börn sem ekki eru iðin á skólabekk heldur stefna í að verða verkafólk eru heldur ekki fín eign. Það er huggun harmi gegn að nú er hægt að fá afsakandi kerfisstimpil á þau. Síðar verður foreldrum ef til vill einnig gefinn kostur á að komast hjá því að eignast afkvæmi sem miðar sjálfmynd sína við það hve fljótt það er að stinga lögguna af.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun