Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

VG gerir fyrir­vara við frum­­varp Jóns um lög­­regluna

Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum.

Innlent
Fréttamynd

Samningur og sam­vinna um með­ferð við endó­metríósu

Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“

Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­málin á Al­þingi

Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ekki að kirkju­heim­sóknir leggist af

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. 

Innlent
Fréttamynd

„Brota­þolar horfa upp á ger­endur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist“

„Markmið laga um fullnustu refsinga er að refsing fari fram með öruggum og skilvirkum hætti svo sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk en varla er hægt að búast við að svo sé þegar fangar geta ekki hafið afplánun og brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Spurði hún Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra út í stöðuna í fangelsismálum og sagði óhætt að fullyrða að neyðarástand ríki í þeim málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Veiði­gjalda­t­vist

Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri.

Skoðun
Fréttamynd

Út með ruslið!

Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við felst öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meira úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum landsmanna en einmitt á þessum árstíma.

Skoðun
Fréttamynd

„Þegar ég hætti þá ætla ég bara að hætta“

„Þú verður að hafa ástríðuna og viljann og langa til þess að gera þetta til þess að starfa í þessu. Þetta er ekki þægileg innivinna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en hann kveðst svo sannarlega ekki vera hættur í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í byrjun mánaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Var verð­bólgan fundin upp á Tenerife?

Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­hugað að setja heildar­lög um sann­girnis­bætur

Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur.

Innlent
Fréttamynd

Tel­ur rétt að taka til­lit til harðr­ar gagn­rýn­i frá ný­sköp­un­ar­geir­an­um

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur rétt að staldra við gagnrýni frá mörgum í nýsköpunargeiranum varðandi frumvarp um innleiðingu á rýni við erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og fara yfir hana „áður en lengra er haldið.“ Að auki þurfi að fara fram greining á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins. Áslaug Arna hefur hefur sett af stað vinnu við heildstæða úttekt á fjárfestingarumhverfi nýsköpunar með það að augum að dregið verði úr hömlum og hindrunum.

Innherji
Fréttamynd

Nei, veiði­gjöld eru ekki að hækka!

Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni

Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Veikt eða slasað barn skal eiga rétt á um­önnun for­eldra

Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans.

Skoðun
Fréttamynd

Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra

Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga?

Skoðun
Fréttamynd

Frumvarp Jóns um lögreglu afgreitt úr ríkisstjórn

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum, sem felur meðal annars í sér heimildir til forvirkra rannsókna og vopnaburð lögreglu, var afgreitt af ríkisstjórn í morgun. Ráðherranna telur raunhæft að frumvarpið verði að lögum fljótlega eftir áramótin.

Innlent