Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“

„Ólaf­ur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son áttu aðeins eitt er­indi á Klaust­ur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing,“ skrif­ar Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal

Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður.

Innlent
Fréttamynd

Fresta Metoo-ráðstefnu

Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn búa sig undir umræður um veggjöld

Samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála.

Innlent
Fréttamynd

Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi.

Innlent
Fréttamynd

Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt.

Innlent
Fréttamynd

Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans

Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög.

Viðskipti innlent