„Ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 14:30 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi. Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi.
Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14