Yfir sex hundruð skjálftar

Yfir sex hundruð skjálftar hafa mælst við Reykjanestá síðasta sólarhringinn og þar af voru sex yfir þremur að stærð. Verulega dró úr skjálftahrinunni eftir hádegi í dag og ekki eru sagðar vísbendingar um að kvika sé á hreyfingu. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða vegna spennubreytinga og kvikusöfnunar í Svartsengi.

1
00:34

Vinsælt í flokknum Fréttir