Ísland í dag - Vinir Gísla Rúnars minnast hans

„Gísli Rúnar Jónsson var risi í sínu fagi, það er eiginlega bara til eitt orð yfir hann og það er snillingur,” segir Þórhallur „Laddi” Sigurðsson einn nánasti vinur Gísla Rúnars sem féll frá fyrir skömmu. Í þætti kvöldsins minnast vinir Gísla eins afkastamesta listamanns sem Ísland hefur átt. Hann var leikari, leikstjóri, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira og skilur eftir sig ógleymanlega karaktera sem margir hafa þegar lifað með þjóðinni í áratugi.

9371
13:26

Vinsælt í flokknum Ísland í dag