Hætta á að heimurinn gleymi konum í Afganistan
Frá því að Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan fyrir fjórum árum hafa konur misst nánast öll sín grundvallarréttindi, þar með talið rétt sinn til náms og vinnu. Sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan segir það raunverulegan ótta kvenna í Afganistan að heimurinn gleymi þeim og þeirra baráttu.