Konur tvöfalt líklegri en karlar til að fá þunglyndis- og eða kvíðalyf
Tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga fékk þunglyndis- og eða kvíðalyf á síðasta ári. Það er mun hærra hlutfall en í nágrannalöndum okkar. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að fá slík lyf og eldri borgarar eru fjölmennasti aldurshópurinn.